Denver Nuggets

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Denver Nuggets er körfuknattleikslið frá borginni Denver sem spilar í NBA-deildinni. Liðið var stofnað sem Denver Larks árið 1967 en breytti nafni sínu í Denver Rockets fyrir fyrsta tímabil sitt í ABA-deildinni. Liðið lék til úrslita í ABA á síðasta tímabili deildarinnar en laut í lægra haldi fyrir New York Nets. Við sameiningu ABA og NBA árið 1976 fluttist Nuggets yfir í NBA-deildina.[1]

Árið 2023 komust Nuggets fyrst í úrslit NBA deilarinnar þar sem liðið lagði Miami Heat að velli og vann sinn fyrsta meistaratitil. Bestu leikmenn Nuggets það árið voru Serbinn Nikola Jokić og Kanadamaðurinn Jamal Murray.[2][3]

Sex leikmenn hafa fengið treyju sýna hengda upp í rjáfur á heimavelli Nuggets en það eru þeir Alex English, Fat Lever, David Thompson, Byron Beck, Dan Issel og Dikembe Mutombo ásamt þjálfaranum Doug Moe.[4] Meðal annarra þekktra leikmanna í sögu liðsins má nefna Carmelo Anthony og Allen Iverson.[5]

Remove ads

Titlar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads