Dianne Feinstein
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Dianne Goldman Berman Feinstein, fædd Dianne Emiel Goldman (22. júní 1933 – 28. september 2023) var bandarísk stjórnmálakona úr Demókrataflokknum sem sat á öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Kaliforníu frá 1933 til dauðadags árið 2023. Hún var áður borgarstjóri San Francisco frá 1978 til 1988.
Remove ads
Æviágrip
Dianne Feinstein fæddist 22. júni 1933 í San Francisco. Faðir hennar var Gyðingur en móðir hennar kaþólsk en Dianne valdi að aðhyllast trú föður síns.[1]
Dianne Feinstein nam sagnfræði og stjórnmálafræði við Stanford-háskóla og var á þeim tíma virk í stúdentapólitík, meðal annars sem varaformaður stúdentafélagsins. Hún hóf að loknu námi afskipti af borgarmálum San Francisco og var árið 1969 kjörin í borgarráðið. Hún bauð sig tvívegis fram til borgarstjóra, árin 1971 og 1975, en náði ekki kjöri.[1]
Árið 1978 voru borgarstjóri San Francisco, George Moscone, og næstráðandi hans, Harvey Milk, skotnir til bana í ráðhúsi borgarinnar. Var þá gert samkomulag um að Feinstein lyki kjörtímabili Moscone í borgarstjóraembætti.[2] Feinstein gat sér gott orð í borgarstjóraembættinu og var auðveldlega endurkjörin í kosningum árið 1979.[1]
Feinstein var kjörin á öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Kaliforníu árið 1992 og var þá önnur af tveimur fyrstu konunum til að sitja á öldungadeildinni fyrir fylkið. Feinstein varð síðar fyrsta konan til að stýra leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar. Á þingferli sínum beitti Feinstein sér fyrir aukinni umhverfisvernd, kvenréttindum og hertri skotvopnalöggjöf. Einn helsti sigur hennar á þingferlinum var unninn þegar þingið samþykkti bann á árásarvopnum árið 1994. Bannið gilti í tíu ár en var aldrei framlengt.[2]
Feinstein sat á öldungadeildinni í rúm þrjátíu ár, þar til hún lést árið 2023. Undir lokin var hún elsti sitjandi meðlimur öldungadeildarinnar. Á síðustu árum sínum var Feinstein heilsuveil og átti við minnisvandamál að stríða, sem leiddu til þess að oft var skorað á hana að segja af sér þingmennsku.[3]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads