Elisabeth Shue

From Wikipedia, the free encyclopedia

Elisabeth Shue
Remove ads

Elisabeth Shue (fædd Elisabeth Judson Shue, 6. október 1963) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Leaving Las Vegas, Cocktail, The Karate Kid og CSI: Crime Scene Investigation.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fædd ...
Remove ads

Einkalíf

Shue fæddist í Wilmington, Delaware en ólst upp í New Jersey. Stundaði nám við Wellesley College og Harvard-háskólann en hætti þar til þess að verða leikkona. Snéri aftur til að klára nám sitt í stjórnun árið 2000.[1] Shue er gift kvikmyndaleikstjóranum Davis Guggenheim og saman eiga þau þrjú börn.

Ferill

Leikhús

Shue kom fram í leikritinu Some Americans Abroad tvisvar sinnum árið 1990 við Mitzi E. Newhouse Theater og Vivian Beaumont Theatre sem Donna Silliman.

Auglýsingar

Shue hefur komið fram í auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Burger King, Debeers Diamonds og í majónes auglýsingum fyrir Hellmann.[2]

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Shue var árið 1982 í sjónvarpsmyndinni The Royal Romance of Charles and Diana. Árið 1984 þá var henni boðið hlutverk í Call to Glory sem Jackie Sarnac sem hún lék til ársins 1985. Hefur hún síðan þá komið fram í þáttum á borð við Dream On, Curb Your Enthusiasm og American Dad. Shue kom í staðinn fyrir Marg Helgenberger í CSI: Crime Scene Investigation sem Julie Finlay árið 2012.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Shue var árið 1983 í Somewhere, Tomorrow, kom hún síðan fram í The Karate Kid og Cocktail. Shue kom í staðinn fyrir Claudiu Wells í Back to the Future myndunum sem Jennifer Parker. Árið 1995 lék hún í Leaving Las Vegas sem Sera og fyrir hlutverk sitt þá var hún tilnend til Óskarsverðlauna, Golden Globe og BAFTA verðlaunanna. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Saint, Molly, Gracie, Piranha og Hollow Man.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Leikhús

Verðlaun og tilnefningar

Óskarsverðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films-verðlaunin

  • 1987: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Link.

BAFTA-verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Blockbuster Entertainment-verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd sem uppáhalds leikkona í vísindamynd fyrir Hollow Man.
  • 1998: Tilnefnd sem uppáhalds leikkona fyrir The Saint.

Chicago Film Critics Association-verðlaunin

  • 1996: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Chlotrudis-verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Dallas-Fort Worth Film Critics Association verðlaunin

  • 1996: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Golden Globe-verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Independent Spirit-verðlaunin

  • 1996: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Kid's Choice-verðlaunin

  • 1988: Tilnefnd til Blimp verðlaunanna sem uppáhalds leikkona fyrir Adventures in Babysitting.
  • 1988: Tilnefnd til Kid's Choice verðlaunanna sem uppáhalds leikkona fyrir Adventures in Babysitting.

Los Angeles Film Critics Association-verðlaunin

  • 1995: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

National Society of Film Critics-verðlaunin

  • 1996: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Paris Film Festival

  • 1988: Verðlaun sem besta leikkona fyrir Adventures in Babysitting.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Southeastern Film Critics Association-verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Teen Choice-verðlaunin

  • 2005: Tilnefnd fyrir bestu öskursenuna fyrir Hide and Seek.

Young Artist-verðlaunin

  • 1985: Verðlaun sem besta unga leikkona í aukahlutverki í söngleikja/grín/ævintýra/drama kvikmynd fyrir The Karate Kid.
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads