Elizabeth Blackburn
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Elizabeth Helen Blackburn (fædd 26. nóvember 1948) er lífvísindamaður af áströlskum uppruna en búsett í Bandaríkjunum. Rannsóknir hennar snúast að mestu um telómer, kirnaraðir á endum litninga sem vernda erfðaupplýsingar litningsins gegn skemmdum sem annars yrðu vegna þess að litningurinn styttist í hvert sinn sem hann er afritaður. Hún uppgötvaði telómerasa, ensímið sem endurgerir telómerann við afritun í kynfrumuskiptingu, ásamt Carol W. Greider og hlutu þær fyrir nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2009 ásamt Jack W. Szostak. [1] Blackburn er einnig þekkt fyrir starf sitt á sviði siðfræði heilbrigðisvísinda og vakti það mikla athygli þegar hún var rekin úr Ráðgjafaráði Bandaríkjaforseta um siðfræði lífvísinda fyrir stuðning sinn við stofnfrumurannsóknir [2]
Remove ads
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads