Empire Wold
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Empire Wold var dráttarbátur í þjónustu Konunglega breska sjóhersins. Báturinn var byggður hjá John Crown & Sons Ltd í Sunderland í Bretlandi árið 1942 og var seinna staðsettur á Íslandi í seinni heimstyrjöldinni.[1]
Báturinn hvarf 10. nóvember 1944 á Faxaflóa þegar hann reyndi að koma breska olíuskipinu Shirvan og íslenska farþegaskipinu Goðafoss til aðstoðar eftir að bæði höfðu orðið fyrir tundurskeytaárás frá þýska kafbátnum U-300.[2] 16 manns fórust með Empire Wold, níu manna bresk áhöfn og sjö sjóliðar. Einn úr áhöfninni, Oswin Green, átti íslenska konu og með henni níu mánaðar gamalt barn[3]
Flak bátsins fannst árið 2018 af varðskipinu Þór og seinni rannsóknir hjá sjómælingarbátinum Baldri staðfestu að um væri Empire Wold að ræða. Flakið sat upprétt á sjávarbotninum og ekki var hægt að greina á því skemmdir frá tundurskeytum eða tundurduflum en talið er að slæmt veður hafi valdið því að báturinn sökk.[4]
Remove ads
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads