Háttatal

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Háttatal er þrískipt kvæði, 102 vísur sem sýna eiga hina ýmsu bragarhætti og er hluti af Snorra-Eddu. Þó ekkert sé vitað með vissu er talið af allflestum fræðimönnum [1] að Snorri Sturluson hafi samið verkið eftir að hann kom frá Noregi 1220. Talið er að hann hafi þá fyrst ort Háttatal en bætt síðan við Skáldskaparmálum, Gylfaginningu og Prologus sem eru uppistaðan í Snorra-Eddu.

Talið er Snorri hafi orti kvæðið sjálfur og í fyrsta þriðjungi þess lofar hann Hákon Hákonarson Noregskonung, í öðrum þriðjungi Skúla jarl og í síðasta þriðjunginum þá báða fyrir sigursæld í orrustum og örlæti við fylgismenn sína.[2]

Skiptingin í kvæði virðist byggjast frekar á innihaldi en formi. Fyrsta kvæðið er helgað Hákoni konungi, annað kvæðið mestu helgað Skúla, og hið þriðja, fjallar einnig að mestu um Skúla, þótt síðustu vísurnar séu um báða höfðingjana. Í síðustu vísunni stærði skáldið sig að hafa notað 100 bragarhætti á Háttatal[3].

Háttatal samanstendur af 102 vísum sem sýna eiga hina ýmsu bragarhætti með skýringum um stuðla og höfuðstafi, hrynjanda, hálfrími, endarími, bragarháttum og heitum og kenningum.

Sjö handrit af Snorra-Eddu hafa varðveist. Ekkert þeirra er algjörlega óskemmt og engin tvö þessara handrita innihalda nákvæmlega sama efnið því að verkið var í stöðugri þróun og endursköpun eins og algengt er um kennslubækur. Fjögur aðalhandrit Snorra-Eddu eru til, þrjár skinnbækur frá 14. öld: Konungsbók (Codex Regius GKS 2367 4°), Uppsalabók (Codex Upsaliensis DG 11), Ormsbók (Codex Wormianus AM 242 fol), og Trektarbók (Codex Trajectinus MSS 1374), sem er pappírsuppskrift frá því um 1600 eftir glötuðu handriti frá 13. öld.

Konungsbók er eina meginhandritið sem inniheldur allan textann, þó með smávægilegum textatjóni vegna skemmda á skinninu. Textinn er skrifaður með einni hendi en annar, næstum samtíma skrifari, hefur á köflum leiðrétt erindin, til dæmis með því að stroka út og skipta út orð og bókstöfum. Hin þrjú meginhandritin innihalda aðeins hluta af Háttatal: Í Trektarbók hafa nokkur blöð horfið aftan á handritinu; núverandi síðasta blað endar með inngangi að erindi 62. Í Ormsbók vantar bæði upphaf og enda Háttatals; varðveitti textinn nær frá skýringunum sem fylgja erindi 6 og lýkur í miðju erindi 86. Í Uppsala-Eddu nær Háttatal aðeins eins að vísu 56, en ólíkt Trektarbók og Ormsbók vantar engin blöð. Að auki, á undan Háttatali sjálfu, hefur Uppsala-Edda vísnaskrá yfir nöfn bragarhátta og fyrstu eina eða tvær línur úr hverri vísu af þeim fyrstu 35 vísunum.[4]

Remove ads

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads