Hans Adolf Krebs

breskur lífefnafræðingur, fæddur og menntaður í Þýskalandi From Wikipedia, the free encyclopedia

Hans Adolf Krebs
Remove ads

Sir Hans Adolf Krebs (fæddur 25. ágúst 1900, dáinn 22. nóvember 1981) var breskur lífefnafræðingur, fæddur og menntaður í Þýskalandi. Hann er þekktastur fyrir að hafa sýnt fram á tilvist tveggja mikilvægra lífefnafræðilegra hvarfarása, þvagefnishrings og sítrónsýruhrings. Fyrir þann síðarnefnda, sem raunar er oft nefndur Krebs-hringur til heiðurs honum, hlaut hann nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði árið 1953.

Staðreyndir strax Lífvísindi 20. öld, Nafn: ...
Remove ads

Æviágrip

Hans Krebs fæddist í borginni Hildesheim í Neðra-Saxlandi. Faðir hans, Georg Krebs, var háls- nef- og eyrnalæknir og fylgdi Hans fordæmi hans og hóf læknanám í Göttingen árið 1918. Líkt og alsiða var í Þýskalandi á þessum tíma, þá stundaði hann námið við nokkra háskóla og lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Hamborg árið 1925. Að því loknu þáði hann rannsóknastöðu hjá Otto Warburg í Kaiser Wilhelm stofnuninni í Berlín, en hann hafði þá þróað aðferðir til að rannsaka efnaskiptahvörf með mælingum á myndun ýmissa gasa í vefjasýnum. Krebs betrumbætti aðferðir Warburgs og sýndi árið 1932 fram á myndun þvagefnis úr amínósýrum í lifur, en það ferli kallast í dag þvagefnishringurinn[1]. Ári síðar flúði hann Þýskaland nasismans og fluttist til Englands og starfaði þar til æviloka, fyrst skamma hríð hjá Sir Frederick Gowland Hopkins í Cambridge, en lengst af í Sheffield þar sem hann var ráðinn lektor árið 1935 og skipaður prófessor árið 1945, og frá 1954 í Oxford. Í Sheffield vann hann að því að leiða út sítrónsýruhringinn, eina af meginstoðum orkuefnaskipta í flestum gerðum frumna. Fyrir var vitað að orkuefni á borð við prótín, fitu og sykrur eru ummynduð og brotin niður í glúkósa sem svo er frekar brotinn niður í pýrúvat í sykurrofsferlinu, en þessi ferli gefa tiltölulega litla orku. Rannsóknir Krebs voru mikilvægt skref í þá átt að sýna hvernig pýrúvatið er brotið enn frekar niður þar til eftir stendur koldíoxíð og vatn, og orkan sem fólgin var í efnatengjum næringarefnanna er yfirfærð til orkugjaldmiðils frumunnar, ATP.

Remove ads

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads