Helle Helle
danskur rithöfundur From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Helle Helle, fædd Helle Olsen þann 14. desember 1965 í Nakskov, er danskur rithöfundur. Hún hlaut verðlaunin Kritikerprisen árið 2005 fyrir skáldsöguna Rødby-Puttgarden, árið 2009 hlaut hún PO Enquist-verðlaunin fyrir skáldsöguna Ned til hundene og skáldsagan var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009.[1][2]

Helle nam bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla og fór svo í Forfatterskolen. Í verkum hennar er hverdagslífið í forgrunni og stíllinn er mínimalískur.[3] Hún er sjálf ekki hrifin af því að vera kölluð mínimalísk vegna þess að það hljómar "afskiptalaust", en henni líkar þegar það gerist ekki of mikið í sögunni. Þess vegna kann hún líka að meta Hemingway.[4] Í sumum tilfellum kemur innblásturinn að skáldsögunum greinilega frá hennar eigin lífi. Helle hefur til dæmis unnið í ilmvatnsborðinu á ferjunni milli Rødby og Puttgarden, rétt eins og aðalpersónurnar í skáldsögu hennar Rødby-Puttgarden.[3]
Helle breytti eftirnafninu sínu í Helle þegar hún var 23 ára.[5] Hún býr nálægt Sorø með eiginmanni sínum, listamanninum Mikkel Carl.[5]
Remove ads
Ritaskrá
- 1993 – Eksempel på liv (skáldsaga)
- 1996 – Rester (smásögur)
- 1999 – Hus og hjem (skáldsaga)
- 2000 – Biler og dyr (smásögur)
- 2002 – Forestillingen om et ukompliceret liv med en mand (skáldsaga)
- 2003 – Min mor sidder fast på en pind, með Lars Nørgaard (barnabók)
- 2005 – Rødby-Puttgarden (skáldsaga)
- 2008 – Ned til hundene (skáldsaga)
- 2011 – Dette burde skrives i nutid (skáldsaga)
- 2014 – Hvis det er (skáldsaga)
- Á íslensku: Ef þú vilt, Silja Aðalsteinsdóttir þýddi (2016)
- 2018 – de (skáldsaga)
- 2022 – Bob (skáldsaga)
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
