Hellsing (OVA)

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Hellsing (ヘルシング, Herushingu) er japönsk OVA þáttaröð sem gefin er út á DVD, og er hún byggð á hinni vinsælu mangaseríu; Hellsing eftir Kouta Hirano. Ekki hefur verið gert opinbert hve margir þættir verði framleiddir, en þar sem hver DVD diskur nær yfir örlítið minna en eina bók (og vegna þess að Hellsing: Dögunin verður einnig gefið út[7]) má álykta að gefnir verði út um 10 DVD diskar.[1]

Staðreyndir strax Tegund, OVA ...

Áður höfðu komið út anime þættir sem byggðir voru á Hellsing bókunum, en þeir náðu aðeins yfir fyrstu tvær bækurnar og slepptu því stórum hlutum úr sögunni, breyttu persónum og höfðu annan endi sem ekki tengdist upprunalegu bókinni- því var ákveðið að framleiða Hellsing OVA, sem átti að fylgja bókunum mun betur. Hellsing OVAið fylgir sögu Hellsing bókanna ekki bara betur, heldur fylgir það líka teiknistíl bókanna nánar. Þáttaröðin notast einnig við meiri þrívídd en fyrri anime-þáttaröðin, og margar persónur endurheimta persónuleika sinn úr bókunum, eins og Integral og Seras, en þær eru talsvert dýpri persónur en í upprunalegu þáttunum.

Hver DVD diskur inniheldur einn Hellsing OVA þáttur og eru þættirnir tölusettir með rómverskum tölustöfum. Hver diskur kemur út í tveimur útgáfum; venjulegri og takmarkaðri útgáfu. Venjulega útgáfan inniheldur þáttinn og bækling, á meðan takmarkaða útgáfan hefur öðruvísi hulstursmynd, oft aukaefni t.d. tónlistarmyndbönd, viðtöl, bæklinga með myndum og aukahluti eins og brjóstmynd af Alucardi[2] og Alexander Andersyni[6] sem og grunnskissur af persónunum.[2]

Í Bandaríkjunum er Hellsing OVA er einnig þekkt undir nafninu Hellsing Ultimate.

Remove ads

Um Hellsing OVA

Hellsing OVA er ekki framhald af Hellsing þáttunum sem voru byggðir á fyrstu tveimur Hellsing bókunum, heldur mun OVAið vera byggt á öllum Hellsing bókunum.[8][9]

Hellsing mangað var fyrst búið til, og svo komu þættirnir, vandamálið var hins vegar að þættirnir notuðu söguþráðinn hraðar en Kouta Hirano gat búið hann til.[10] Þess vegna náðu þættirnir ekki yfir allar Hellsing bækurnar. Fyrsti OVA þátturinn mun í grófum dráttum fjalla um það sama og fyrsti Hellsing þátturinn, og annar OVA þátturinn mun gróflega fjalla um það sama og Hellsing þættir númer 5 og 6, á meðan að þriðji OVA þátturinn mun innihalda efni sem ekki var í Hellsing þáttunum.[9] Einnig hafa höfundar og aðstandendur OVAsins sagt að OVA þættirnir munu taka upprunalegu Hellsing bækurnar sér meira til fyrirmyndar þegar þeir vinna að OVAinu,[9] en flest atriði eru eins í Hellsing OVA og bókunum, mörg samtöl mjög lík og teiknistílinum er fylgt betur.[8]

Ákvörðunin

Kouta Hirano fékk hugmyndina af því að gera annað anime eftir Hellsing frá Yasuyuki Ueda.[11][12] Til eru gróttusögur um það að Ueda og Hirano hafi verið að drekka og Ueda hafi veðjað við Kouta að hann gæti skrifað Hellsing handrit.[12]

Remove ads

Söguþráður

Sagan

Sagan fjallar um vampíruna Alucard og Seras Victoriu sem starfa innan Hellsings og baráttu þeirra við vampírur og önnur næturbörn.[13][14]

Megin hlutverk Hellsings, sem er samsteypa sem vinnur fyrir bresku krúnuna, er að vernda borgarana gegn vampírum.[13][14] Hellsing ræður ekki einungis yfir her og málaliðum, heldur býr stofnunin líka yfir leynivopni. Alucardi, sem er öflug vampíra sem lútir stjórn og vilja Hellsings, en þó aðallega vilja herra lafði Integru Hellsings, leiðtoga samsteypunnar.

Þættirnir

Þáttur eitt

Í fyrsta þættinum er Seras Victoria kynnt til sögunnar og er hún gerð að vampíru af Alucardi. Hún er flutt í Hellsing setrið þar sem hún er gerð að meðlimi Hellsings. Seras er send í sitt fyrsta verkefni, og Alucard berst við Alexander Anderson.

Þáttur tvö

Valentínusar bræðurnir ráðast inn í Hellsing setrið, þar sem þeir ætla að drepa Integru og Alucard. Walter og Seras ná að drepa Jan Valentine á meðan Alucard drepur Luke Valentine.

Þáttur þrjú

Þriðji þátturinn hefst þar sem öðrum þætti líkur. Hann inniheldur fund Iscariots og Hellsings. Málaliðarnir Villigæsirnar (the Wild Geese) koma fram, Alucard og Walter ræða um Millennium, einnig verður fjallað um ferðina til Hotel Rio, slátrunina sem þar fer fram og einvígið á milli Alucards og Alhamras.

Remove ads

Aðalpersónur

Alucard
Alucard er vampíra;[15][16] undirmaður, og allt að því þræll Integru Hellsings.[17] Hann hefur lifað í um 537 ár og seinna í sögunni kemur fram að hann er enginn annar en Drakúla[18] sjálfur. Alucard er stafarugl fyrir Dracula, og ætti hann því að heita Alúkard á íslensku.
Integra Fairbrook Wingates Hellsing
Hún er leiðtogi Hellsing-stofnunarinnar og meistari Alucards. Hún er sterk, greind og falleg. Hún erfði Hellsing aðeins þrettán ára þegar faðir hennar lést. Þó hún sé sterk og drottnandi, er hún líka virt og dáð, jafnvel af óvinum sínum.
Seras Victoria
Seras var meðlimur D11-sérsveitarinnar uns hún slasaðist lífshættulega þegar Alucard reyndi að drepa vampíru sem hélt henni í gíslingu. Þar sem hún lá nær dauða en lífi með stórt gat í gegnum brjóstið gaf hún Alucard leyfi til að breyta sér í vampíru. Hún vinnur undir stjórn Alucards og vinnur fyrir Hellsing. Alucard kallar hana oft „lögreglustelpu“.
Alexander Anderson
Stríðsprestur og riddari sem vinnur fyrir Vatican Section XIII, Iscariot. Anderson er helsta vopn Iscariots til að berjast við hið illa og hefur að vissu leyti sömu stöðu og Alucard, þ.e.a.s. sem trompspil. Hann getur endurnýjað sjálfan sig — þ.e.a.s. sár hans gróa margfalt hraðar og líkamsvefir endurnýja sig nánast samstundis. Hann beitir sérstökum vopnum sem eru gjarnan vígð sem gerir þau hættulegri fyrir þá andskota sem hann berst gegn. Takmark hans er algjör útrýming djöfla sem dvelja á jörðu. Þetta nær m.a. til Alucard og Seras sem eru aðal óvinir hans.

Einstaklingar í Millennium

Walter C. Dornez
Walter er 69 ára gamall meðlimur Hellsings, sem er kominn á eftirlaun. Þótt hann þjóni Integru Hellsing sem bryti, hefur hann samt sýnt að hann geti staðið undir gamla viðurnefninu "Engill dauðans" með hnífbeittu vírunum sínum. Hann er náinn Integru og Alucard.
Rip van Winkle
Liðsforingi hjá Millennium.

Þættirnir

Aðalsíða: Listi yfir Hellsing OVA-þætti
Nánari upplýsingar Skjáskot, Þáttur ...
Remove ads

Mismunandi útgáfur

Hver Hellsing OVA DVD dikur er gefinn út í tveimur mismunandi útgáfum; venjulegri útgáfu og takmarkaðri útgáfu. Takmarkaða útgáfan er oftast dýrari, en með henni fylgir meira aukaefni.

Venjuleg útgáfa

Venjulega útgáfan er útgáfa sem kostar minna en takmarkaða útgáfan en inniheldur aðeins DVD diskinn og hulstur með öðruvísi hulstur en takmarkaða útgáfan.

Innihald venjulegra útgáfna OVA diska

  • OVA I- Venjuleg útgáfa fyrsta OVAsins inniheldur DVD diskinn og öðruvísi hulstur.[20]
  • OVA II- Venjuleg útgáfa annars OVAsins inniheldur DVD diskinn og öðruvísi hulstur.[21]
  • OVA III- Með venjulegu útgáfu þriðja OVAsins fylgir hulstur teiknað af Ryoji Nakamori, diskahulstur, útskýringarbæklingur (8 blaðsíður) og DVD diskurinn.[22]
  • OVA IV-

Takmörkuð útgáfa

Takmarkaða útgáfan inniheldur öðruvísi hulstursmynd en hulstur hinnar venjulegu útgáfu, og einnig stundum brjóstmyndir eða upphleyptar myndir. Stundum eru líka opnanleg hulstur og fleiri bæklingar.

Innihald takmarkaðra útgáfna OVA diska

  • OVA I- Með fyrsta takmarkaða OVAinu fylgir DVD diskurinn, þriggja hluta opnanlegt DVD hulstur (með öðruvísi hulstursmynd en venjulega útgáfan sem og brjóstmynd af Alucardi.[2][23]
  • OVA II- Með öðru takmarkaða OVAinu fylgir DVD diskur, öðruvísi hulstursmynd en á venjulega útgáfunni, auka DVD sem inniheldur tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Broken English“ og sérstakur 12 blaðsíðna bæklingur.[24]
  • OVA III- Takmörkuð útgáfa þriðja OVAsins inniheldur upphleypta mynd af Alexander Andersyni, hulstursmynd sem teiknuð er af Kouta Hirano, opnanlegt DVD hulstur, útskýringarbæklingur (12 blaðsíður) og DVD diskurinn.[25]
  • OVA IV-
Remove ads

Endalög

  • Þáttur eitt, Gradus Vita eftir Hayato Matsuo, spilað af Warsaw Philharmonic Orchestra
  • Þáttur tvö, Merche Funebre efitr Hayato Matsuo, spilað af Warsaw Philharmonic Orchestra
  • Þáttur þrjú, Letzte Bataillon eftir Hayato Matsuo, spilað af Warsaw Philharmonic Orchestra

Móttaka

Talið var að höfundur Hellsings, Kouta Hirano hafi ekki fallið söguþráður fyrstu þáttanna (13-þátta Hellsing sjónvarpsseríunnar) í geð og mótmæltu margir Hellsing aðdáendur sjónvarpsþáttunum vegna þess hve lítillega þeir fylgdu manga söguþræðinum en þar má nú helst geta óvinar sem ekki kom fram í manganu, Incognito. OVA útgáfunni var ætlað að fylgja söguþræði teiknimyndasagnanna betur og var kynnt sem slík. Ástæða þess er sú að aðeins höfðu verið gefnar út tvær Hellsing bækur þegar fyrstu þættirnir voru í framleiðslu, þannig að höfundar þeirra urðu að botna söguna sjálfir.

Remove ads

Framleiðsluferlið

Upplýsingar um útgáfu

Heildarfjöldi þátta er ekki þekktur; en takmarkið er hins vegar að breyta öllu Hellsing manganu í þætti (þar með talið Hellsing: The Dawn[26]). Fyrsti þátturinn var upprunalega sýndur á japönsku sjónvarpsstöðinni TV Kanagawa í 35-mínútu bút sem kallaðist „Hellsing: Digest for Freaks“ þann 22. janúar árið 2006.[4]

Hver diskur inniheldur einn þátt, sem er minnst 40 mínútur að lengd. Lengd þeirra er hins vegar breytileg; til dæmis var fyrsti þátturinn lengdur úr 35 mínútum upp í 50[6] mínútur og annar þátturinn er um 43 mínútur.[5]

Útgáfa í Japan

Fyrsti þátturinn var gefinn út þann 10. febrúar árið 2006 í Japan, annar þátturinn var gefinn út þann 25. ágúst árið 2006 í Japan, og sá þriðji mun verða gefinn út þann 9. febrúar árið 2007 í Japan.

Útgáfa í Bandaríkjunum

Ganeon kallaði saman hina upprunalegu talsetjendur sem unnu við fyrsta animeið til þess að talsetja ensku útgáfu Hellsing OVAsins, eins og Crispin Freeman (Alucard), K.T. Gray (Seras), Ralph Lister (Walter), Victoria Harwood (Integral), og Steven Brand (Anderson) fyrir bandaríska útgáfu. Leikstjórinn Taliesin Jaffe talsetur líka Huger, vampíruna sem er drepin af Alucardi í fyrsta OVAinu.

Fyrsti þátturinn var gefinn út í Bandaríkjunum þann 5. desember og söluverð hans var um 24,98 bandaríkjadalir, en sérstök útgáfa var gefin út af fyrsta þættinum sem mun kosta um 44,98 dollara.[27] Búist er við að annar þátturinn komi út 12. júní 2007.[28]

Seinkanir

Enginn af fyrstu þremur Hellsing OVA þáttunum hefur komið út á áætluðum tíma, en OVA Ⅲ átti að koma út þann 9. febrúar 2007 en hefur hins vegar verið frestað til 4. apríls[29] vegna þess að framleiðslu á Alexander Andersyni smástyttunni sem fylgja átti með diskinum seinkaði.[30]

Neðanmálsgreinar

Tengt efni

Ytri krækjur

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads