Hesli
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Hesli (fræðiheiti: Corylus) er ættkvísl lauffellandi trjáa og stórra runna ættuðum frá tempruðum svæðum norðurhvels. Ættkvíslin er vananlega sett í bjarkarætt (Betulaceae),[1][2][3][4] þó að sumir grasafræðingar vilji setja þau í sér ætt (ásamt agnbeyki, Ostrya og Ostryopsis) í aðskilda ætt Corylaceae.[5][6]
Remove ads
Tegundir
Corylus er með 14 til 18 tegundir. Ágreiningur er um útbreiðslu tegunda í austur Asíu, en WCSP og Flora of China eru ekki sammála um hvaða tegundir eru viðurkenndar; innan þess svæðis verða hér aðeins nefndar tegundir sem eru viðurkenndar af báðum heimildum.[3][7][8][9] Tegundirnar eru eftirfarandi:
- Corylus americana— Runnahesli, austur Norður-Ameríka
- Corylus avellana— Hesliviður/Evrópuhesli, Evrópa og vestur-Asía
- Corylus heterophylla— Asía
- Corylus yunnanensis— Yunnanhesli, mið og suður Kína.
- Corylus colchica— Kákasus
- Corylus cornuta— , Norður-Ameríka
- Corylus maxima— Stórhesli, suðaustur Evrópa og suðaustur Asía
- Corylus sieboldiana— norðaustur- Asía og Japan (syn. C. mandshurica)
- Corylus chinensis—Skinhesli, vestur-Kína
- Corylus colurna—Tyrkjahesli, suðaustur-Evrópa og Litla-Asía
- Corylus fargesii— vestur Kína
- Corylus jacquemontii— Himalaya
- Corylus wangii— suðvestur-Kína
- Corylus ferox—Himalajahesli, Himalaya, Tíbet og suðvestur-Kína (syn. C. tibetica).
Allnokkrir blendingar eru til, og geta myndast á milli mismunandi deilda í ættkvíslinni,t.d. Corylus × colurnoides (C. avellana × C. colurna).
Remove ads
Myndir
- Heslihnetur
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads