Fjalldrapi
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Fjalldrapi (fjallhrapi eða drapi) (Fræðiheiti: Betula nana) er lágvaxinn runni (1-1,2 metrar)) af birkiætt. Fjalldrapi vex í móum og votlendi. Áður fyrr var fjalldrapinn oftast notaður sem tróð undir torfið í þökum torfbæja, því börkur hans varðist mjög vel fúa og hlífði svo viðunum.
Remove ads
Samband við aðrar tegundir
Erfðablöndun við ilmbjörk
Fjalldrapi getur erfðablandast við ilmbjörk og myndað þrílitna afkvæmi sem nefnist skógarviðarbróðir.
Samlífistegundir
Fjalldrapi lifir samlífi við margar tegundir sveppa í gegnum svepprótarsamband. Algengir fylgisveppir fjalldrapa á Íslandi eru birkiskjalda[1], dökklubbi[1] og berserkjasveppur[1].
Dauður fjalldrapi getur verið fæða rotvera. Dæmi um rotverur sem lifa á dauðum viði fjalldrapa eru birkiskufsa (Diaporthella aristata)[1], bládoppa (Tapesia fusca)[2] Melanomma pulvis-pyrius,[2] Neotapesia graddonii,[2], gullhnoðri (Lachnum bicolor)[2] og vankynssveppurinn Trimmatostroma betulinum.[2] Birkifrekna (Atopospora betulina)[1] og Plagiostoma campylostyla[2] vex á dauðum laufblöðum fjalldrapa. Taeniolina scripta vex á berki fjalldrapa.[2]
Ásætur
Fjalldrapi er hýsill fyrir fléttur. Kvistagrös vaxa á berki fjalldrapa um allt land, sérstaklega á mjóum greinum.[3]
Sjúkdómar
Fjalldrapi er þekktur hýsill fyrir sjúkdómsvaldandi sveppi. Meðal þeirra sem fundist hafa á Íslandi eru Anisogramma virgultorum, birkiryðsveppur (Melampsoridium betulinum), Mycosphaerella harthensis og nornasveppirnir hrísvendill (Taphrina nana),[2] blásturvendill (Taphrina carnea)[2] og Taphrina bacteriosperma.[2]
Dýr og fjalldrapi
Fjalldrapi er eina þekkta hýsiltréð á Íslandi fyrir hrískönguló (Dictyna arundinacea) sem kýs að spinna vef sinn á plöntunni. Hrískönguló finnst umhverfis Mývatn.[4]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads