James D. Watson

From Wikipedia, the free encyclopedia

James D. Watson
Remove ads

James Dewey Watson (fæddur 6. apríl 1928) er bandarískur sameindalíffræðingur, erfðafræðingur og dýrafræðingur. Hann er frægastur fyrir að hafa uppgötvað byggingu DNA-sameindarinnar árið 1953 ásamt Francis Crick og Rosalind Franklin. Watson, Crick og Maurice Wilkins hlutu Nóbelsverðlaunin árið 1962 „fyrir uppgötvanir þeirra í tengslum við sameindagerð kjarnsýra og þýðingu hennar fyrir skipti upplýsinga í lifandi efni“. Eftir rannsóknir við Háskólann í Chicago og Háskólann í Indiana vann hann hjá Cavendish-rannsóknarstofunni við Cambridge-háskóla. Þar kynntist hann samstarfsmanni sínum, Francis Crick.

Thumb
James Watson árið 2012.

Árið 1956 varð hann rannsóknarmaður við líffræðideild Harvard-háskóla, en þar vann hann til 1976 við rannsóknir á sviði sameindalíffræði. Frá 1988 til 1992 átti Watson í samstarfi við National Institutes of Health og tók þátt í stofnun Human Genome Project. Watson hefur skrifað mörg vísindarit, þar á meðal The Molecular Biology of the Gene (1965) og vinsælu bókina The Double Helix (1968) um uppgötvun byggingar DNA-sameindarinnar.

Frá árinu 1968 var hann forstjóri rannsóknarstofnunar Cold Spring Harbor Laboratory (CSHL) á Long Island í New York-fylki þar sem hann bætti bæði fjármögnun hennar og rannsóknir. Þar einbeitti hann sér að rannsóknum á krabbameini. Árið 1994 varð hann formaður stofnunarinnar og gegndi þeirri stöðu í tíu ár. Hann varð síðar heiðursrektor hjá stofnuninni en sagði af sér árið 2007 vegna umdeilds viðtals þar sem hann hélt fram tengslum kynþátta og greindar.

Remove ads

Heimildir

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads