John Spencer

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

John Spencer (fæddur John Speschock, Jr. 20. desember, 194616. desember 2005) var bandarískur leikari sem var þekktastur fyrir hlutverk sín í The West Wing, The Rock og L.A. Law.

Staðreyndir strax Fæddur, Dáinn ...
Remove ads

Einkalíf

Spencer var uppalinn í Totowa, New Jersey og var af írskum og úkraínskum uppruna.[1] Stundaði hann nám við Fairleigh Dickinson háskólann og New York-háskólann en hætti til að taka upp leiklistina[2].

Spencer var í langtíma sambandi við leikkonuna og danshöfundinn Patricia Mariano.

Andlát

Spencer lést úr hjartaáfalli 16. desember 2005. Andlát hans hafði áhrif á söguþráð The West Wing en ári áður hafði persóna hans Leo McGarry fengið hjartaáfall í þættinum. Stutt en hjartnæm skilaboð frá Martin Sheen birtust fyrir þáttinn Running Mates, sem var fyrsti nýji þátturinn eftir andlát Spencers. Andlát persónu Spencers var fyrst fjallað um í byrjun þáttarins Election Day Part I, sem var sýndur 2. apríl 2006.

Remove ads

Ferill

Leikhús

Fyrsta leikhúsverk Spencers var árið 1973 í Boom Boom Boom. Síðan þá kom hann fram í leikritum á borð við Still Life, The Ballad of Soapy Smith, Division Street, The Day Room og Glimmer Glimmer & Shine.

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Spencers var árið 1964 í sjónvarpsþættinum The Patty Duke Show. Spencer kom fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við Miami Vice, Law & Order, L.A. Doctors og Lois & Clark: The New Adventures of Superman.

Á árunum 1990-1994, lék Spencer í lögfræðiþættinum L.A. Law sem Tommy Mullaney.

Spencer var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Leo McGarry, starfsmannastjóra Hvíta hússins í dramaþættinum The West Wing sem hann lék frá 1999 – 2006. Nafn hans var haldið í opnunarlista þáttarins út sjöundu þáttaröðina sem var einnig sú síðasta.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Spencers var árið 1979 í Meteor. Kom hann síðan fram í kvikmyndum á borð við Key Exchange, Black Rain, Green Card, The Rock, Cop Land og The Negotiator.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Leikhús

Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

Drama Desk-verðlaunin

  • 1988: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Day Room.

Golden Globe-verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu/míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The West Wing.

Emmy-verðlaunin

  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverk í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

Obie-verðlaunin

  • 1981: Verðlaun sem besti leikari fyrir Still Life.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.

TV Guide-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari ársins í dramaseríu fyrir The West Wing.

Viewers for Quality Television-verðlaunin

  • 2000: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads