John Spencer
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
John Spencer (fæddur John Speschock, Jr. 20. desember, 1946 – 16. desember 2005) var bandarískur leikari sem var þekktastur fyrir hlutverk sín í The West Wing, The Rock og L.A. Law.
Remove ads
Einkalíf
Spencer var uppalinn í Totowa, New Jersey og var af írskum og úkraínskum uppruna.[1] Stundaði hann nám við Fairleigh Dickinson háskólann og New York-háskólann en hætti til að taka upp leiklistina[2].
Spencer var í langtíma sambandi við leikkonuna og danshöfundinn Patricia Mariano.
Andlát
Spencer lést úr hjartaáfalli 16. desember 2005. Andlát hans hafði áhrif á söguþráð The West Wing en ári áður hafði persóna hans Leo McGarry fengið hjartaáfall í þættinum. Stutt en hjartnæm skilaboð frá Martin Sheen birtust fyrir þáttinn Running Mates, sem var fyrsti nýji þátturinn eftir andlát Spencers. Andlát persónu Spencers var fyrst fjallað um í byrjun þáttarins Election Day Part I, sem var sýndur 2. apríl 2006.
Remove ads
Ferill
Leikhús
Fyrsta leikhúsverk Spencers var árið 1973 í Boom Boom Boom. Síðan þá kom hann fram í leikritum á borð við Still Life, The Ballad of Soapy Smith, Division Street, The Day Room og Glimmer Glimmer & Shine.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Spencers var árið 1964 í sjónvarpsþættinum The Patty Duke Show. Spencer kom fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við Miami Vice, Law & Order, L.A. Doctors og Lois & Clark: The New Adventures of Superman.
Á árunum 1990-1994, lék Spencer í lögfræðiþættinum L.A. Law sem Tommy Mullaney.
Spencer var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Leo McGarry, starfsmannastjóra Hvíta hússins í dramaþættinum The West Wing sem hann lék frá 1999 – 2006. Nafn hans var haldið í opnunarlista þáttarins út sjöundu þáttaröðina sem var einnig sú síðasta.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Spencers var árið 1979 í Meteor. Kom hann síðan fram í kvikmyndum á borð við Key Exchange, Black Rain, Green Card, The Rock, Cop Land og The Negotiator.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Leikhús
|
|
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Drama Desk-verðlaunin
- 1988: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Day Room.
Golden Globe-verðlaunin
- 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu/míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The West Wing.
Emmy-verðlaunin
- 2004: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverk í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2000: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
Obie-verðlaunin
- 1981: Verðlaun sem besti leikari fyrir Still Life.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
TV Guide-verðlaunin
- 2001: Tilnefndur sem besti leikari ársins í dramaseríu fyrir The West Wing.
Viewers for Quality Television-verðlaunin
- 2000: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads