Kenneth Dover
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sir Kenneth James Dover (11. mars 1920 – 7. mars 2010) var breskur fornfræðingur. Hann fæddist í London og hlaut menntun sína við St Paul's School. Síðar las hann fornfræði við Balliol College í Oxford. Í seinni heimsstyrjöldinni gegndi hann herþjónustu í stórskotaliði en sneri aftur til Oxford að stríðinu loknu og varð félagi og kennari við Balliol college árið 1948. Árið 1955 var hann skipaður prófessor í grísku við St Andrews háskóla.
Dover varð forseti Corpus Christi College, Oxford árið 1976 og gegndi þeirri stöðu í tíu ár. Á níunda áratug 20. aldar kenndi hann við Cornell University og Stanford University. Árið 1978 var hann kosinn forseti bresku akademíunnar en hann hefur verið meðlimur hennar síðan 1966. Hann var aðlaður árið 1976 fyrir framlag sitt til fornfræðinnar.
Honum voru veittar heiðursdoktorsnafnbætur við ýmsa háskóla, meðal annarra Oxford-háskóla, háskólann í St Andrews, Birmingham-háskóla, Bristol-háskóla, Lundúnaháskóla, Durham-háskóla, Liverpool-háskóla og Oglethorpe-háskóla.
Dover var þekktur fyrir áhuga sinn á fuglaskoðun.
Remove ads
Helstu ritverk
Bækur
Ritstýrðar útgáfur
- Aristophanes, Clouds (2003).
- Thucydides, Book VI (2001).
- Theocritus, Select Poems (1992).
- Plato, Symposium (1980).
Tenglar
- Minningargrein í Daily Telegraph Geymt 12 mars 2010 í Wayback Machine
- Minningargrein í The Guardian
- Minningargrein í The Times Geymt 5 júní 2011 í Wayback Machine
- Minningargrein í The Scotsman
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads