Kreppan mikla
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Kreppan mikla var heimskreppa í viðskiptum og efnahagslífi sem skall á haustið 1929. Hún hófst í Bandaríkjunum og er oftast miðað við að upptök hennar megi rekja til 29. október 1929, þegar verðbréf féllu niður úr öllu valdi. Sá dagur hefur verið nefndur svarti þriðjudagurinn. Margar þjóðir brugðust við með því að leggja á innflutningstolla til að vernda eigið atvinnulíf og auk þess var algengt að tekin væri upp jafnvirðisverslun milli landa. Það þýddi að ekki var leyft að flytja inn vörur nema jafnmikið væri keypt á móti af framleiðsluvörum heimamanna. Mikill viðsnúningur varð í hagkerfum flestra iðnvæddra landa þegar seinni heimsstyrjöldin skall á árið 1939 og ríkisstjórnir þeirra gripu inn í hagkerfi þeirra til þess að geta stýrt framleiðslu hergagna.

Þróuð lönd sem þróunarlönd liðu vegna kreppunnar. Alþjóðaviðskipti minnkuðu, tekjur einstaklinga drógust saman og þar með skatttekjur, verðlagning og hagnaður. Sér í lagi átti það við um borgir og svæði þar sem þungaiðnaður var aðalatvinnugrein. Uppbygging og hagvöxtur staðnaði nær alveg í fjölda landa. Landbúnaður dróst saman vegna þess að verðið sem fékkst fyrir uppskeruna lækkaði um 60-80%. Framboð dróst því saman og þau svæði þar sem lítið framboð var á annarri atvinnu áttu erfiðast uppdráttar. Þróunin varð mismunandi eftir löndum. Í Bandaríkjunum varð til hið blandaða hagkerfi eftir að Franklin Roosevelt forseti samþykkti tillögur breska hagfræðingsins John Maynard Keynes um opinberar framkvæmdir. Í Þýskalandi komst Adolf Hitler til valda, byggði upp mikinn herafla og hóf seinni heimsstyrjöldina.
Remove ads
Uppruni Kreppunnar
Heimskreppan kom ekki upp í einangrun árið 1929 heldur átti rætur sínar að rekja til alþjóðlegrar þróunar sem höfðu byggst upp á millistríðsárunum. Truflanir á viðskiptum og fjármálum á stríðstímum breytti framleiðslu og eftirspurn um allan heim. Bændur í Bandaríkjunum, Kanada og Argentínu fjárfestu til að fylla gatið sem Evrópa skildi eftir, en þetta skapaði offramleiðslu og miklar skuldir sem síðar urðu óstöðugar þegar verð á landbúnaðarvörum hrundi á millistríðsárunum.

Á sama tíma var mikill hagvöxtur og velgengni sem ríkti í vestrænum ríkjum þá varð breyting í átt að neysluvörum, með mikla áherslu á bílum og heimilistækjum. Þar sem slíkar vörur voru oft keyptar á lánsfé, sem margfaldaði áhrif þeirra á bandaríska hagkerfið, sérstaklega fyrir hagsveiflum.
Vinnumarkaðurinn var erfiður. Verkalýðsfélög, langtíma samningar og stofnanabreytingar drógu úr sveigjanleika launa, sérstaklega í Bandaríkjunum, sem takmarkaði getu launa til að aðlagast breytingum í eftirspurn.
Á heimsvísu var alþjóðlega hagkerfið á millistríðsárunum brothætt. Skaðabætur og skuldir bundu bata Evrópu við lán frá Bandaríkjunum, með tilkomu þeirra sem aðal lánveitandi heims með New York sem leiðandi fjármálamiðstöð gerði heiminn háðan Bandarískum lánum, þetta myndaði brothætt alþjóðlegt fjármála kerfi.
Árið 1928 herti Seðlabanki Bandaríkjanna peninga stefnu sína til að draga úr spákaupmennsku, þetta dró niður útlán til útlanda. Gull flæddi til Bandaríkjanna og Frakklands þá þurftu önnur lönd sem héldu við gullfótarkerfið að grípa til verðhjöðnunarstefnu til að verja gjaldmiðla sína. Þegar hrunið á Wall Street skall á varð það því ekki aðeins samdráttur í Bandaríkjunum heldur samstilltur hnattrænn samdráttur. Þannig voru veikleikar sem höfðu byggst upp á millistríðsárunum í framleiðslu, vinnumarkaði og alþjóðlegu peningakerfi grundvöllurinn sem breytti kreppunni úr staðbundnum samdrætti í alvarlegustu efnahags kreppu tuttugustu aldar.[1]
Remove ads
Samfélagsleg Áhrif

Kreppan hafði gríðarleg áhrif á daglegt líf fólks, sérstaklega í Bandaríkjunum. Atvinnuleysi náði allt að 25% árið 1933 og tugir milljóna misstu vinnu, heimili eða sparnað. Fjölskyldur sóttu í súpueldhús og margir fluttu úr sveitum í leit að starfi í borgum eða öðrum ríkjum. Temin (1989) bendir á að þessi félagslegi vandi hafi aukið þrýsting á stjórnvöld til að beita sér með virkari hagstjórn en áður tíðkaðist.[2]
Remove ads
Stjórnmálaleg Áhrif
Kreppan hafði afgerandi pólitískar afleiðingar. Í Bandaríkjunum var hún lykilástæða fyrir kosningu Franklin D. Roosevelt árið 1932. Hann innleiddi “Ný gjöf”, sem fól í sér aukin ríkisafskipti, opinberar framkvæmdir og félagsleg úrræði sem mótuðu blandað hagkerfi næstu áratugi. Í Evrópu átti kreppan stóran þátt í uppgangi öfgahreyfinga; í Þýskalandi nýttu nasistar atvinnuleysi og óánægju til að komast til valda árið 1933. Eichengreen (1992) bendir á að þessi þróun sýni að kreppan hafi ekki aðeins verið efnahagslegt áfall heldur einnig pólitískt. [1]
Alþjóðaviðskipti
Kreppan dró úr alþjóðaviðskiptum á áður óþekktan hátt. Bandaríkin settu á Smoot–Hawley tollalögin árið 1930 sem hækkuðu tolla á innflutning. Fjöldi landa brást við með gagnráðstöfunum, sem olli enn frekari samdrætti í heimsviðskiptum. Eichengreen (1992) hefur sýnt að gullfóturinn gerði ástandið verra, þar sem lönd gátu ekki brugðist við með sjálfstæðri gengisstefnu heldur urðu að fylgja samdrætti sem hófst í Bandaríkjunum. Þannig varð kreppan sannarlega alþjóðlegt fyrirbæri.[3]
Remove ads
Áhrif á Íslandi
Í íslensku efnahagslífi varð kreppunnar vart ári eftir að hún skall á í Bandaríkjunum, en þá varð mikið verðfall á íslenskum útflutningsvörum og innflutningstollar erlendis ollu auk þess margháttuðum vandræðum. [4]
Atvinnuleysi jókst mikið og voru mörg hundruð Reykvíkingar atvinnulausir á veturna. Til að koma í veg fyrir vannæringu og hungur meðal hinna atvinnulausu settu söfnuðirnir í Reykjavík upp súpueldhús og gáfu þeim sem verst voru staddir mat.
Remove ads
Tenglar
- Verðhrunið í Wall Street og kreppan; grein í Morgunblaðinu 1987
- Hvernig hafði kreppan áhrif á bókmenntir (félagslegt raunsæi)?; af Vísindavefnum Geymt 6 nóvember 2012 í Wayback Machine
- Heimskreppan á fjórða áratugnum; grein í Morgunblaðinu 1988
- Kreppan og krónufallið í Danmörku; grein í Morgunblaðinu 1933
- Ískyggilegar fjármálahorfur í Norðurálfu; grein í Morgunblaðinu 1931
- Launabilið milli lækna og verkamanna hefur minnkað um 108% síðan árið 1934; grein í Morgunblaðinu 1977
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads