Kreppan mikla

From Wikipedia, the free encyclopedia

Kreppan mikla
Remove ads

Kreppan mikla var heimskreppa í viðskiptum og efnahagslífi sem skall á haustið 1929. Hún hófst í Bandaríkjunum og er oftast miðað við að upptök hennar megi rekja til 29. október 1929, þegar verðbréf féllu niður úr öllu valdi. Sá dagur hefur verið nefndur svarti þriðjudagurinn. Margar þjóðir brugðust við með því að leggja á innflutningstolla til að vernda eigið atvinnulíf og auk þess var algengt að tekin væri upp jafnvirðisverslun milli landa. Það þýddi að ekki var leyft að flytja inn vörur nema jafnmikið væri keypt á móti af framleiðsluvörum heimamanna. Mikill viðsnúningur varð í hagkerfum flestra iðnvæddra landa þegar seinni heimsstyrjöldin skall á árið 1939 og ríkisstjórnir þeirra gripu inn í hagkerfi þeirra til þess að geta stýrt framleiðslu hergagna.

Thumb
Mannfjöldi fyrir utan American Union Bank.

Þróuð lönd sem þróunarlönd liðu vegna kreppunnar. Alþjóðaviðskipti minnkuðu, tekjur einstaklinga drógust saman og þar með skatttekjur, verðlagning og hagnaður. Sér í lagi átti það við um borgir og svæði þar sem þungaiðnaður var aðalatvinnugrein. Uppbygging og hagvöxtur staðnaði nær alveg í fjölda landa. Landbúnaður dróst saman vegna þess að verðið sem fékkst fyrir uppskeruna lækkaði um 60-80%. Framboð dróst því saman og þau svæði þar sem lítið framboð var á annarri atvinnu áttu erfiðast uppdráttar. Þróunin varð mismunandi eftir löndum. Í Bandaríkjunum varð til hið blandaða hagkerfi eftir að Franklin Roosevelt forseti samþykkti tillögur breska hagfræðingsins John Maynard Keynes um opinberar framkvæmdir. Í Þýskalandi komst Adolf Hitler til valda, byggði upp mikinn herafla og hóf seinni heimsstyrjöldina.

Remove ads

Uppruni Kreppunnar

Thumb
Atvinnulausir menn í röð við súpueldhús.
Thumb
Florence Thompson með nokkrum af börnum sínum á ljósmynd sem kallast "Migrant Mother".

Heimskreppan átti rætur sínar að rekja til aðstæðna í alþjóða hagkerfi  millistríðsáranna. Áhrifa heimsstyrjaldarinnar fyrri gætti víða en truflanir á heimsviðskiptum og fjármálum breytti framleiðslu og eftirspurn um allan heim.

Á heimsvísu var alþjóðlega hagkerfið á millistríðsáranna brothætt. Stríðsskaðabætur og skuldir bundu bata Evrópu við lán frá Bandaríkjunum. Með tilkomu Bandaríkjanna sem aðal lánveitanda heims og New York sem leiðandi fjármálamiðstöð varð heimurinn háður bandarískum lánum. Þessi staða gerði alþjóða fjármálakerfi brothætt.

Verðhrun á landbúnaðarafurðum kom bændum í Bandaríkjunum, Kanada, Argentínu og víðar í koll en þeir höfðu fjárfest til að auka framleiðslugetu sína þegar afurðir hættu að berast frá Evrópu. Mikil skuldsetning gróf undan fjárhagslegri stöðu bænda á alþjóða vísu.

Þriðji áratugurinn einkenndist af miklum hagvexti og velgengni sem ríkti í vestrænum ríkjum. Kaupmáttur og neysla jókst til muna, m.a. kaup á bílum og ýmsum heimilistækjum. Þar sem slíkar vörur voru oft keyptar fyrir lánsfé varð almenningur berskjaldaðri fyrir verðsveiflum og verðbólgu sem jók enn á áhrif hagsveiflunnar.

Aðstæður á vinnumarkaði hjálpuðu lítið við að draga úr áhrifum hagsveiflunnar. Langtímasamningar og sterk Verkalýðsfélög drógu úr sveigjanleika vinnumarkaðarins, sérstaklega í Bandaríkjunum, sem takmarkaði getu til að aðlagast breytingum.

Árið 1928 herti Seðlabanki Bandaríkjanna peningastefnu sína til að draga úr spákaupmennsku, þetta dró úr útlánum til útlanda. Þegar gull flæddi til Bandaríkjanna og Frakklands þurftu önnur lönd sem héldu við gullfótarkerfið að grípa til harðra aðgerða til að verja gjaldmiðla sína. Þegar hrunið á Wall Street skall á varð það því ekki aðeins samdráttur í Bandaríkjunum heldur samstilltur hnattrænn samdráttur. Þannig voru veikleikar sem höfðu byggst upp á millistríðsárunum í framleiðslu, vinnumarkaði og alþjóðlegu peningakerfi grundvöllurinn sem breytti kreppunni úr staðbundnum samdrætti í alvarlegustu efnahagskreppu tuttugustu aldar.[1]

Remove ads

Kenningar hagfræðinga um ástæður kreppunnar

Thumb
John Maynard Keynes 1929

Tvær kenningar hafa mótað umræðuna um orsakir kreppunnar. Kenningar Keynes, leggja áherslu á skort á eftirspurn og of lítil ríkisútgjöld.

John Maynard Keynes hélt því fram að kreppan stafaði af minnkandi fjárfestingu og neyslu og að ríkið hefði átt að grípa inn með opinberum framkvæmdum og auknum útgjöldum til að örva hagkerfið.

Á hinn bóginn héldu monetaristar, líkt og Milton Friedman og Anna Schwartz, fram að kreppan hefði verið afleiðing rangrar peningastefnu. Seðlabanki Bandaríkjanna hafi látið peningamagn dragast saman eftir 1929 sem leiddi til gjaldþrota banka, minnkandi lánsfjár og samdráttar í hagkerfinu. Saman mynda þessar kenningar tvö sjónarhorn. Nýleg rannsókn bendir til þess að bæði veikleiki gullfótarins og mistök í peningastefnu hafi unnið saman að því að gera kreppuna dýpri og lengri.[1][2]

Remove ads

Gullfótarkerfið

Gullfótarkerfið gegndi lykilhlutverki bæði í upphafi og í gegnum kreppuna miklu. Alþjóðlega gullfótarkerfið á millistríðsárunum var það sem breytti kreppu í Bandaríkjunum í alþjóðlegt efnahagshrun.

Lönd með Gullfótarkerfið héldu föstu gengi með því að tengja gjaldmiðla sína við gull. Þegar Seðlabanki Bandaríkjanna herti peningastefnuna á árunum 1928–1929, til að stemma stigu við spámennsku á hlutabréfamarkaði, jókst innstreymi gulls til Bandaríkjanna. Þegar gullforðinn í Evrópu og víðar tæmdust neyddust seðlabankar þessara ríkja  til að hækka vexti og takmarka innlend lán til að verja gulljöfnuð gjaldmiðla sinna. Þessar aðgerðir drógu verulega úr alþjóðlegum útgjöldum og fjárfestingu sem aftur hafði þær afleiðingar að niðursveiflan dreifðist um allt heimshagkerfið.

Gullfótarkerfið takmarkaði einnig verulega getu stjórnvalda til að bregðast við kreppunni. Til að viðhalda kerfinu þurfti háa vexti og jafnvægi í ríkisfjármálum, sem útilokaði víðtækar örvandi aðgerðir. Seðlabankar gátu ekki starfað á áhrifaríkan hátt sem lánveitendur, þar sem aukið lánsfé ógnaði virði gulls og trausti á gjaldmiðlinum. Þar af leiðandi voru fjármálakreppur og bankahrun dýpstar í ríkjum sem héldu sig við gullfótarkerfið.

Efnahagsbati var nátengdur því að yfirgefa gullfótarkerfið. Lönd sem yfirgáfu gull (t.d. Bandaríkin, Bretland og Japan) gátu lækkað gengi gjaldmiðla sinna, lækkað vexti og beitt peningastefnu. Hagkerfi þeirra náðu sér mun hraðar en hagkerfi svokallaðrar „gullblokkar“ (t.d. Frakklands, Belgíu og Sviss) þ.e. þjóða sem héldu í gullfótarkerfið fram á miðjan fjórða áratuginn og máttu fyrir vikið þola langvarandi stöðnun.

Í stuttu máli virkaði gullstaðallinn bæði sem flutningsleið fyrir hnattræna kreppu og takmörkun á bata. Aðeins eftir að lönd losnuðu undan gullfætinum gátu þau endurheimt vöxt, stöðuleika í bankakerfinu og bundið enda á kreppuna miklu.[1]

Samfélagsleg áhrif

Thumb
Franklin D. Roosevelt sendir út fyrsta ræðu sína um bankakreppuna frá Hvíta húsinu í Washington, D.C.

Kreppan hafði gríðarleg áhrif á daglegt líf fólks, sérstaklega í Bandaríkjunum. Atvinnuleysi náði allt að 25% árið 1933 og tugir milljóna misstu vinnu, heimili eða sparnað. Fjölskyldur sóttu í súpueldhús og margir fluttu úr sveitum í leit að starfi í borgum eða öðrum ríkjum. Temin (1989) bendir á að þessi félagslegi vandi hafi aukið þrýsting á stjórnvöld til að beita sér með virkari hagstjórn en áður tíðkaðist.[3]

Remove ads

Stjórnmálaleg áhrif

Kreppan hafði afgerandi pólitískar afleiðingar. Í Bandaríkjunum var hún lykilástæða fyrir kosningu Franklin D. Roosevelt árið 1932. Hann innleiddi “Ný gjöf” (New Deal), sem fól í sér aukin ríkisafskipti, opinberar framkvæmdir og félagsleg úrræði sem mótuðu blandað hagkerfi næstu áratugi. Í Evrópu átti kreppan stóran þátt í uppgangi öfgahreyfinga; í Þýskalandi nýttu nasistar atvinnuleysi og óánægju til að komast til valda árið 1933. Bandaríski hagsögufræðingurinn Barry Eichengreen (1992) bendir á að þessi þróun sýni að kreppan hafi ekki aðeins verið efnahagslegt áfall heldur einnig pólitískt. [1]

Remove ads

Alþjóðaviðskipti

Kreppan dró úr alþjóðaviðskiptum á áður óþekktan hátt. Bandaríkin settu á Smoot–Hawley tollalögin árið 1930 sem hækkuðu tolla á innflutning. Fjöldi landa brást við með gagnráðstöfunum, sem olli enn frekari samdrætti í heimsviðskiptum. Eichengreen (1992) hefur fært rök fyrir að gullfóturinn gerði ástandið verra, þar sem lönd gátu ekki brugðist við með sjálfstæðri gengisstefnu heldur urðu að fylgja samdrætti sem hófst í Bandaríkjunum. Þannig varð kreppan sannarlega alþjóðlegt fyrirbæri.[4]

Remove ads

Endurreisn og lærdómur

Endurreisnin eftir Kreppuna miklu var mjög mismunandi milli ríkja og fór eftir því hvernig þau brugðust við áfallinu. Ríki sem yfirgáfu gullfótinn fyrr, eins og Bretland árið 1931, náðu sér fyrr á strik. Bandaríkin og Frakkland héldu fast í kerfið lengur og sátu því fast í dýpri kreppu. Eichengreen (1992) og Temin (1989) leggja áherslu á að þetta sýni hversu mikilvægt sveigjanlegt gengis og peningakerfi er fyrir endurreisn efnahagslífsins.

Temin (1989) bendir á að endurreisn krefjist virkrar peningastefnu og ríkisafskipta til að örva eftirspurn og brjóta upp vítahring verðhjöðnunar og atvinnuleysis. Þessi nálgun varð síðar grunnurinn að hugmyndafræði Keynesisma, sem hafði áhrif á efnahagsstefnu margra ríkja á fjórða og fimmta áratugnum.

Í verkum sínum á síðari árum hefur Eichengreen (2011) bent á að lærdómurinn af Kreppunni miklu hafi haft afgerandi áhrif á viðbrögð við fjármálahruninu 2008. Hann segir að stefnumótendur hafi lært af mistökum 1930-áranna og brugðist við með mun virkari peningastefnu, ríkisútgjöldum og alþjóðlegri samvinnu til að koma í veg fyrir að efnahagsáfallið endurtæki sig. Með því að beita þessum „lærdómi sögunnar“ hafi ríki náð að forðast að fjármálahrunið 2008 yrði að annarri heims­kreppu.[1][3][5]

Remove ads

Áhrif á Íslandi

Í íslensku efnahagslífi varð kreppunnar vart ári eftir að hún skall á í Bandaríkjunum, en þá varð mikið verðfall á íslenskum útflutningsvörum og innflutningstollar erlendis ollu auk þess margháttuðum vandræðum. [6]

Atvinnuleysi jókst mikið og voru mörg hundruð Reykvíkingar atvinnulausir á veturna. Til að koma í veg fyrir vannæringu og hungur meðal hinna atvinnulausu settu söfnuðirnir í Reykjavík upp súpueldhús og gáfu þeim sem verst voru staddir mat.

Remove ads

Tenglar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads