Mitch Pileggi
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Mitch Pileggi (fæddur Mitchell Craig Pileggi, 5. apríl 1952) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The X-Files, Stargate Atlantis, Supernatural og The Mountain.
Remove ads
Einkalíf
Pileggi er fæddur í Portland, Oregon en ólst upp í Oregon, Kaliforníu og Texas. [1] Hann eyddi mestum hluta unglingsárana í Tyrklandi og er af ítölskum-amerískum uppruna. [2] Útskrifaðist hann frá Texas háskólanum með gráðu í viðskiptum.
Áður en hann fór að vinna sem leikari vann hann sem hernaðarverktaki í Íran með bróður sínum. Þurftu þeir að flýjan þaðan árið 1979 þegar byltingin hófst. Pileggi hefur verið giftur tvisvar sinnum og á eitt barn með núverandi konu sinni.
Pileggi byrjaði leiklistarferil sinn í menntaskóla í Tyrklandi. [3] Þegar hann flutti aftur til Austin frá Íran, þá kom hann fram í hverfisleikhúsum og í smáhlutverkum í B-myndum og sjónvarpsþáttum.
Remove ads
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshluverk Pileggi var í sjónvarpsmyndinni The Sky´s No Limit árið 1984. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Downtown, Dragnet, Dallas, Pointman, That ´70s Show, The West Wing, Boston Legal, Castle og Medium.
Þekktasta hlutverk Pileggi er sem aðstoðaryfirmaður alríkislögreglunnar Walter Skinner í The X-Files sem hann lék frá 1994-2002. Lék hann Ofurstann Steven Caldwell í Stargate: Atlantis frá 2005-2009.
Pileggi hefur leikið stór gestahlutverk í Sons of Anarchy sem Ernest Darby frá 2008-2010, Samuel Campbell í Supernatural frá 2008-2011 og sem Larry Jennings í Grey's Anatomy frá 2007-2012.
Hann lék Harris Ryland í endurgerðinni af Dallas.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Pileggi var árið 1982 í Mongrel. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Three O´Clock High, Return of the Living Dead Part II, Basic Instinct, Man in the Chair og Flash of Genius.
Pileggi endurtók hlutverk sitt sem Walter Skinner í báðum The X-Files myndunum.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Method Fest
- 2007: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Man in the Chair.
Screen Actors Guild verðlaunin
- 1999: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The X-Files
- 1998: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The X-Files
- 1997: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The X-Files
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads