Mosfellsbær
sveitarfélag á höfuðborgarsvæði Íslands From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Mosfellsbær (einnig kallaður Mosó í talmáli) er sveitarfélag sem liggur norðaustan við Reykjavík. Mosfellsbær varð til 9. ágúst 1987 þegar Mosfellshreppur varð að bæjarfélagi. Íbúar eru um 14.180 í mars 2025.
Síðan 1933 hefur heitt vatn verið leitt úr Mosfellsbæ og til Reykjavíkur. Ullarvinnsla var mikilvæg grein í bænum og var þar framleiðsla við Álafoss frá 1919 til 1955. Nú er þar meðal annars aðsetur listamanna.
Remove ads
Íþróttir og afþreying
Í Mosfellsbæ er íþróttafélagið Afturelding. Tvær sundlaugar eru í Mosfellsbæ: Varmárlaug og Lágafellslaug. Göngustígar eru við Álafosskvos og við Reykjalund. Skógrækt og gönguleiðir eru við Úlfarsfell. Í sveitarfélaginu er Skólahljómsveit Mosfellsbæjar.
Bæjarstjórn
Í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sitja 11 fulltrúar sem kjörnir eru í hlutfallskosningu á fjögurra ára fresti. Síðast var kosið til bæjarstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022.
Vinabæir
Heiðursborgarar
Fjórir einstaklingar eru heiðursborgarar Mosfellsbæjar:[1]
- 1972 – Halldór Laxness (1902–1998)[2][3]
- 2000 – Jón M. Guðmundsson (1920–2009)[4][5]
- 2007 – Salome Þorkelsdóttir (* 1927)[6][7]
- 2024 – Birgir D. Sveinsson (* 1939)[8]
Mosfellingur ársins
Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins síðan 2005. Blaðið kynnir Mosfelling ársins í fyrsta tölublaði hvers árs. Tuttugu einstaklingar hafa hlotið nafnbótina Mosfellingur ársins:[9]
Remove ads
Myndir
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads