Netumbo Nandi-Ndaitwah

Forseti Namibíu From Wikipedia, the free encyclopedia

Netumbo Nandi-Ndaitwah
Remove ads

Netumbo Nandi-Ndaitwah (f. 29. október 1952) er namibísk stjórnmálakona og núverandi forseti Namibíu. Hún hefur jafnframt verið varaforseti Namibíu frá febrúar 2024.[1] Hún var áður aðstoðarforsætisráðherra Namibíu frá 2015 til 2024.[2] Hún er núverandi varaforseti stjórnarflokksins SWAPO og var frambjóðandi flokksins í forsetakosningum Namibíu í nóvember 2024.[3]

Staðreyndir strax Forseti Namibíu, Forsætisráðherra ...

Nandi-Ndaitwah hefur utanríkis- og samvinnuráðherra frá desember 2022. Frá 2010 til desember 2012 var hún umhverfis- og ferðamálaráðherra. Nandi-Ndaitwah hefur setið á namibíska þinginu um árabil fyrir SWAPO-flokkinn. Árið 2017 var hún kjörin varaforseti SWAPO á sjötta landsþingi flokksins. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.

Remove ads

Æska og menntun

Ndemupelila Netumbo Nandi-Ndaitwah fæddist þann 29. október 1952 í Onamutai í norðurhluta Namibíu. Foreldrar hennar voru Justina Nekoto Shaduka-Nandi og Petrus Nandi.[4] Hún var menntuð í trúboðsskóla Heilagrar Maríu í Odibo.[5]

Nandi-Ndaitwah fór í útlegð frá Namibíu árið 1974 og gekk til liðs við hreyfingu SWAPO í Sambíu. Hún vann í höfuðstöðvum SWAPO í Lusaka í Sambíu frá 1974 til 1975 og gekk í Lenínskóla Komsomol í Sovétríkjunum frá 1975 til 1976. Hún útskrifaðist með prófskírteini í starfi og framkvæmd ungliðahreyfingar kommúnista. Árið 1987 útskrifaðist hún með framhaldsgráðu í stjórnsýslufræðum og stjórnun frá Tækniháskólanum í Glasgow og síðan með framhaldsgráðu í alþjóðasamskiptum frá Keele-háskóla árið 1988. Árið 1989 hlaut Nandi-Ndaitwah mastersgráðu í alþjóðafræðum, einnig frá Keele-háskóla.[6]

Remove ads

Stjórnmálaferill

Nandi-Ndaitwah var aðstoðarfulltrúi SWAPO í Sambíu frá 1976 til 1978 og aðalfulltrúi frá 1978 til 1980. Frá 1980 til 1986 var hún aðalfulltrúi SWAPO í Austur-Afríku með aðsetur í Dar es Salaam. Hún var meðlimur í miðnefnd SWAPO frá 1976 til 1986 og forseti Þjóðarsamtaka namibískra kvenna (e. National Women's Organisation; NANAWO) frá 1991 til 1994.[6]

Nandi-Ndaitwah hefur setið á namibíska þinginu frá árinu 1990. Hún var aðstoðarráðherra í utanríkis- og samvinnumálum frá 1990 til 1996 og varð síðan framkvæmdastjóri kvennamálefna í skrifstofu forsetaembættisins. Hún gegndi því starfi til ársins 2000 en varð þá ráðherra kvenna- og barnavelferðarmála.[7]

Thumb
Netumbo Nandi-Ndaitwah árið 2022.

Frá 2005 til 2010 var hún upplýsinga- og útsendingaráðherra í ríkisstjórn Namibíu. Hún var síðan umhverfis- og ferðamálaráðherra þar til stjórnin var uppstokkuð í desember 2012, en þá var hún útnefnd utanríkisráðherra.[8]

Í forsetatíð Hage Geingob var Nandi-Ndaitwah útnefnd aðstoðarforsætisráðherra í mars 2015, ásamt því sem hún fór áfram með utanríkismál.[9] Nandi-Ndaitwah á bæði sæti í miðnefnd og stjórnmálanefnd SWAPO. Hún er einnig ritari flokksins í upplýsingamálum og er því einn af helstu talsmönnum SWAPO út á við.[6]

Samherjamálið

Nandi-Ndaitwah kom til Íslands í júní árið 2022 ásamt Mörthu Imalwa, ríkissaksóknara Namibíu, til að ræða við íslensk stjórnvöld um rannsókn á meintum mútugreiðslum sjávarútvegsfélagsins Samherja til namibískra embættismanna í skiptum fyrir aflaheimildir undan ströndum Namibíu. Hún fundaði meðal annars með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.[10] Nandi-Ndaitwah og sendinefnd hennar óskuðu þess jafnframt að fá fund með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra en Jón sótti ekki fundinn og því fundaði Nandi-Ndaitwah með aðstoðarmanni hans, Brynjari Níelssyni.[11] Brynjar fullyrti eftir fundinn að hann hefði verið einkalegs eðlis og efni hans því undanskilið lögbundinni upplýsingaskyldu stjórnvalda. Dómsmálaráðuneytið hafnaði síðar þeirri fullyrðingu Brynjars að um hefði verið að ræða einkafund en sagði efni hans hafa verið viðkvæm samskipti milli ríkja sem væru undanþegin gildissviði upplýsingalaga.[12]

Nandi-Ndaitwah hefur farið hörðum orðum um Samherja vegna mútumálsins og lét þau orð falla í ræðu í ágúst 2022 að fyrirtækið hefði notfært sér namibíska borgara til að koma höggi á sjávarútveg landsins.[13]

Forseti Namibíu

Í mars árið 2023 útnefndi Hage Geingob forseti Netumbo Nandi-Ndaitwah eina frambjóðanda SWAPO-flokksins í forsetakosningum Namibíu á næsta ári.[14] Nandi-Ndaitwah vann kosningarnar með naumindum í byrjun desember 2024. Stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu framlengingu á opnun kjörstaða í kosningunum, sniðgengu tilkynningu um kjör hennar og tilkynntu að þeir myndu kæra kosningarnar til dómstóla.[15]

Remove ads

Einkahagir

Netumbo Nandi-Ndaitwah er gift Epaphras Denga Ndaitwah, fyrrum yfirmanni namibíska hersins.[6]

Netumbo Nandi-Ndaitwa hefur áhuga á börnum, samfélagsvinnu og lestri.[2]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads