Nicolas Cage

Bandarískur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia

Nicolas Cage
Remove ads

Nicolas Kim Coppola (f. 7. janúar 1964),[1][2] þekktur undir sviðsnafninu Nicolas Cage, er bandarískur leikari og kvikmyndaframleiðandi. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun, meðal annars Óskarsverðlaun, Screen Actors Guild-verðlaun og Golden Globe-verðlaun, auk þess sem hann hefur tvisvar verið tilnefndur til BAFTA-verðlauna. Cage er þekktur fyrir fjölhæfni sína sem leikari og hann hefur öðlast sterkt persónufylgi með hlutverkum sínum í ýmsum myndum.[3][4][5]

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...

Cage er af Coppola-ættinni, sem er með sterkar rætur í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum. Hann hóf feril sinn í kvikmyndum á borð við Fast Times at Ridgemont High (1982) og Valley Girl (1983) og í ýmsum myndum eftir frænda sinn, Francis Ford Coppola, eins og Rumble Fish (1983), The Cotton Club (1984) og Peggy Sue Got Married (1986). Hann hlaut góða dóma fyrir leik sinn í myndunum Moonstruck og Raising Arizona (báðar árið 1987) og vann síðan Óskarsverðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn í dramamyndinni Leaving Las Vegas (1995). Hann hlaut jafnframt tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir að leika tvíburana Charlie og Donald Kaufman í gaman-dramamyndinni Adaptation (2002).

Cage hefur birst í fjölda hasarmynda, meðal annars The Rock (1996), Con Air (1997), Face/Off (1997), Gone in 60 Seconds (2000), National Treasure-myndunum (2004–2007), Ghost Rider-myndunum (2007–2011) og Kick-Ass (2010). Hann hefur líka leikið dramatísk hlutverk í myndum eins og City of Angels (1998), Bringing Out the Dead (1999), The Family Man (2000), Matchstick Men (2003) og The Wicker Man (2006). Hann hefur talsett persónur í teiknimyndum eins og The Ant Bully (2006), Astro Boy (2009), The Croods (2013–2020), Teen Titans Go! To the Movies og Spider-Man: Into the Spider-Verse (báðar 2018). Hann hlaut lof gagnrýnenda á ný fyrir að fara með aðalhlutverkin í myndunum Mandy (2018), Pig (2021), The Unbearable Weight of Massive Talent (2022), Dream Scenario (2023) og Longlegs (2024).[6][7][8]

Cage á kvikmyndafélagið Saturn Films og hefur framleitt kvikmyndir eins og Shadow of the Vampire (2000) og The Life of David Gale (2003), og leikstýrði myndinni Sonny (2002). Cage fékk stjörnu með nafni sínu á Hollywood Walk of Fame árið 1998 fyrir framlög sín til kvikmyndaiðnaðarins. Hann var í 40. sæti á lista tímaritsins Empire yfir 100 mestu kvikmyndastjörnur allra tíma árið 2007 og var í 37. sæti á lista Premiere yfir 100 voldugustu einstaklinga í Hollywood árið 2008. Nicolas Cage var einnig talinn meðal 50 bestu leikara allra tíma í skoðanakönnun Empire árið 2022.[9]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads