Oganesson
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Oganesson er tilbúið geislavirkt frumefni með efnatáknið Og og sætistöluna 118. Það var fyrst búið til hjá Sameinuðu kjarnorkurannsóknarstofnuninni í Dubna í Rússlandi árið 2002, af teymi rússneskra og bandarískra vísindamanna. Frumefni á þessum stað í lotukerfinu hafði áður fengið heitið ununoktín. Árið 2015 var uppgötvun efnisins viðurkennd og árið eftir fékk það núverandi nafn eftir armensk-rússneska kjarneðlisfræðingnum Yuri Oganessian.[1][2]
Oganesson hefur hæstu sætistölu og mesta atómmassa allra þekktra frumefna. Í lotukerfinu er það í flokki efna í p-blokk og tilheyrir flokki 18 og er síðasta frumefnið í lotu 7. Eina þekkta samsæta þess, 294Og, er mjög geislavirk með 0,7 ms helmingunartíma. Árið 2025 höfðu aðeins fimm atóm af efninu verið búin til.[3] Vegna þessa hafa engar rannsóknir verið gerðar á efniseiginleikum efnisins.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads