Patrick Ewing
Jamaískur og bandarískur körfuknattleiksmaður og þjálfari From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Patrick Aloysius Ewing Sr. (fæddur 5. ágúst 1962) er jamaískur og bandarískur körfuknattleiksþjálfari og fyrrum leikmaður. Á 17 ára ferli sínum sem atvinnumaður í NBA deildinni er hann þekktastur fyrir veru sína hjá New York Knicks þar sem hann lék í 15 ár en síðustu tvö tímabil sín lék hann með Seattle SuperSonics og Orlando Magic. Ewing er almennt talinn einn af bestu miðherjum í sögu NBA og var lykilleikmaður í velgengni Knicks á tíunda áratugnum er liðið fór tvívegis í úrslit deildarinnar (1994 og 1999).[1]
Áður en hann varð atvinnumaður lék Ewing í fjögur ár fyrir Georgtown háskólann. Þrívegis komst liðið í úrslit NCAA meistarakeppninar og varð einu sinni meistari, árið 1984. Árið 2008 útnefndi ESPN hann 16. besta háskólakörfuboltamann allra tíma.[2]
Ewing var fæddur á Jamaíku en fékk seinna bandarískan ríkisborgararétt og lék með landsliði Bandaríkjanna á tvennum Ólympíuleikum, 1984 og 1992, og vann gull á báðum.[3]
Hann var valinn ellefu sinnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar og í sjö sinnum í lið ársins. Árið 1996 var hann valinn einn af 50 bestu leikmönnum í sögu NBA og sem einn af 75 bestu leikmönnum í sögu NBA árið 2021.[4][5]
Remove ads
Titlar
Georgetown
- NCAA háskólameistari: 1984
New York Knicks
- McDonald's meistaramótið: 1990
Landslið Bandaríkjanna
- Ólympíuleikarnir: 1984, 1992
- Ameríkuleikarnir: 1992
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads