Réttlætis- og þróunarflokkurinn

Stjórnmálaflokkur í Tyrklandi From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Réttlætis- og þróunarflokkurinn (tyrkneska: Adalet ve Kalkınma Partisi, skammstafað AK PARTİ eða AKP), er tyrkneskur stjórnmálaflokkur sem kennir sig við lýðræðislega íhaldsstefnu.[17] Flokkurinn hefur setið í ríkisstjórn Tyrklands frá árinu 2002. Flokknum hefur verið lýst sem þjóðernissinnuðum, félagslega íhaldssömum og popúlískum,[15] auk þess sem hann hefur verið tengdur við ný-ottómanisma.[18] Flokkurinn er almennt talinn hægrisinnaður[22][23] en sumar heimildir hafa talað um hann sem öfgahægrisinnaðan frá árinu 2011.[24][25]

Staðreyndir strax Réttlætis- og þróunarflokkurinn Adalet ve Kalkınma Partisi ...

Recep Tayyip Erdoğan hefur verið leiðtogi Réttlætis- og þróunarflokksins frá landsþingi flokksins árið 2017.[26] Réttlætis- og þróunarflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á tyrkneska þinginu með 272 þingmenn. Flokkurinn er í bandalagi við Þjóðernissinnaða framtaksflokkinn (MHP) á þingi og myndar með honum Þjóðarbandalagið. Núverandi þingflokksforingi flokksins er Abdullah Güler.

Réttlætis- og þróunarflokkurinn var stofnaður árið 2001 af meðlimum ýmissa flokka eins og Dyggðaflokksins, Þjóðernissinnaða framtaksflokksins, Föðurlandsflokksins og Sannleiksstígsins. Flokkurinn nýtur sterks fylgis meðal hægrisinnaðra kjósenda í Tyrklandi. Flokkurinn hafnar því afdráttarlaust að hann aðhyllist íslamisma.[27][28][29] Flokkurinn segist aðhyllast frjálslynt markaðshagkerfi og inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið.[30] Helsti einkennislitur flokksins er appelsínugulur. Flokkur notar einnig hvítan lit fyrir merki sitt, bláan fyrir fánann og appelsínugulan, hvítan, bláan og rauðan sem vörumerki sitt.[31]

Réttlætis- og þróunarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkur Tyrklands sem er virkur að verulegu leyti í öllum sýslum Tyrklands.[32] Frá því að fjölflokkalýðræði var innleitt í Tyrklandi árið 1946 er flokkurinn sá eini sem hefur unnið sjö þingkosningar í röð.[32][33] Flokkurinn hefur myndað ríkisstjórnir Tyrklands frá árinu 2002 undir forsæti Abdullah Gül (2002–2003), Recep Tayyip Erdoğan (2003–2014), Ahmet Davutoğlu (2014–2016), Binali Yıldırım (2016–2018) og Recep Tayyip Erdoğan (2018–). Stjórn Réttlætis- og þróunarflokksins hefur í síauknum mæli einkennst af valdboðshneigð, útþenslustefnu, ritskoðun og bönnum við starfsemi annarra stjórnmálaflokka og andófshreyfinga.[34][35][36][37][38]

Flokkurinn var með aukaaðild að Evrópska þjóðarflokknum frá 2005 til 2013. Eftir að flokknum var neitað um fullgilda aðild að Evrópska þjóðarflokknum gekk hann árið 2013 í Evrópska íhaldsmenn og umbótasinna (ACRE) og átti aðild að þeim til ársins 2018.[39]

Réttlætis- og þróunarflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum í tyrkneskum stjórnmálum frá árinu 2002. Hann er sjötti fjölmennasti stjórnmálaflokkur í heimi, og sá fjölmennasti utan Indlands, Kína og Bandaríkjanna.

Remove ads

Gengi í kosningum

Þingkosningar

Nánari upplýsingar Kosningar, Flokksleiðtogi ...

Forsetakosningar

Nánari upplýsingar Kosningar, Frambjóðandi ...
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads