Abdullah Gül

11. forseti Tyrklands From Wikipedia, the free encyclopedia

Abdullah Gül
Remove ads

Abdullah Gül (f. 29. október 1950) er tyrkneskur stjórnmálamaður úr Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP) sem var forseti Tyrklands frá árinu 2007 til ársins 2014.

Staðreyndir strax Forseti Tyrklands, Forsætisráðherra ...

Gül var áður forsætisráðherra landsins í fimm mánuði frá 2002 til 2003 og varð aðstoðarforsætisráðherra og utanríkisráðherra árið 2003. Í apríl 2007 valdi stjórn Receps Tayyip Erdoğan Gül sem frambjóðanda sinn til embættis forseta landsins. Eftir hörð mótmæli stjórnarandstöðunnar, sem meðal annars sniðgekk atkvæðagreiðslu um kjör forsetans, dró Gül framboð sitt til baka þann 6. maí 2007. Veraldarsinnaðir tyrkneskir stjórnmálamenn lýstu yfir áhyggjum af Gül vegna fortíðar hans í Velferðarflokknum og vegna þess að eiginkona hans bar hijab, sem sumir álitu merki um pólitískt íslam.[1] Eftir að AKP vann þingkosningar í Tyrklandi í júlí sama ár var Gül kjörinn forseti þann 28. ágúst 2007 og sór embættiseið sama dag.

Remove ads

Uppvöxtur

Gül fæddist í Kayseri og er úr íhaldssamri fjölskyldu. Fjölskylda hans hefur búið í Güllük Camii í Kayseri um það bil hundrað ár.[2]

Menntun

Gül nam hagfræði við Háskólann í Istanbúl og skrifaði doktorsritgerð sína þar. Á námsárum sínum stundaði hann skiptinám í tvö ár í London og Exeter. Frá 1983 til 1991 vann hann hjá Íslamska þróunarbankanum. Árið 1991 varð Gül lektor í alþjóðlegri hagfræði.

Stjórnmálaferill

Gül hóf þátttöku í stjórnmálum á námsárum sínum. Sem háskólanemi gekk hann í stúdentahreyfingu þjóðernissinnaðra múslima, Millî Türk Talebe Birliği (Þjóðarsamtök tyrkneskra stúdenta), sem var undir áhrifum af hugmyndum Necips Fazıl um „hið mikla austur“.[3] Gül gekk í Velferðarflokkinn (Refah Partisi, RP) og var kjörinn á tyrkneska þingið árin 1991 og 1995. Á þessum árum gagnrýndi Gül stjórnmálakerfi Tyrklands, sem var mótað af veraldlegum hugmyndum Kemals Atatürk, sem varð umdeilt þegar Gül varð forsetaframbjóðandi árið 2007.[4]

Velferðarflokkurinn var leystur upp af stjórnlagadómstól Tyrklands vegna stjórnarskrárbrots. Gül var árið 1999 kjörinn á þing fyrir nýjan flokk, Dyggðaflokkinn (Fazilet Partisi, FP), sem var síðar einnig leystur upp af stjórnlagadómstólnum. Gül var einn af stofnendum Réttlætis- og þróunarflokksins (Adalet ve Kalkınma Partisi AKP), og var kjörinn á þing fyrir flokkinn árið 2002.

Remove ads

Forsætisráðherra

Eftir stórsigur AKP í þingkosningum ársins 2002 myndaði Gül ríkisstjórn og varð forsætisráðherra, þar sem flokksleiðtoganum Recep Tayyip Erdoğan hafði verið bannað að gegna opinberu embætti eftir dóm gegn honum nokkrum árum fyrr. Eftir að Gül tók við völdum náði stjórn hans fram lagabreytingu sem gaf Erdoğan pólitísk réttindi á ný. Í kjölfarið tók Erdoğan sæti á þingi og tók við af Gül sem forsætisráðherra þann 14. mars 2003. Gül varð aðstoðarforsætisráðherra og utanríkisráðherra í stjórn Erdoğans.

Remove ads

Utanríkisráðherra

Thumb
Abdullah Gül með bandaríska þjóðaröryggisráðgjafanum Condoleezzu Rice í Hvíta húsinu í júlí 2003.

Sem utanríkisráðherra var Gül virkur í aðildarviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið og í því að ryðja úr vegi hindrunum gegn mögulegri aðild Tyrklands. Hann lék jafnframt mikilvægt hlutverk í viðleitni Tyrkja til að bæta samband landsins við Sýrland og viðhalda sambandi Tyrkja við tyrkneskumælandi þjóðir í Mið-Asíu og Kákasus.

Forseti

Þann 24. apríl 2007 tilkynnti Erdoğan að Gül yrði frambjóðandi AKP í forsetakosningum Tyrklands það ár. Áður höfðu verið uppi vangaveltur um að Erdoğan yrði sjálfur forsetaefni flokksins, sem veraldarsinnaðir stjórnmálamenn voru mjög mótfallnir.[5][6] Þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar sniðgengu atkvæðagreiðslu um kjör forsetans dró Gül framboð sitt formlega til baka þann 6. maí 2007.

Nokkrum dögum síðar, þann 11. maí, var stjórnarskrá Tyrklands breytt þannig að forsetinn varð þjóðkjörinn.[7][8] Eftir þingkosningarnar árið 2007 tilnefndi AKP Gül aftur forsetaefni sitt þann 13. ágúst. Aftur var kjörið um forsetann á þingi þar sem stjórnarskrárbreytingin hafði enn ekki tekið gildi.[9]

Þann 28. ágúst 2007 var Gül kjörinn forseti í þriðju atkvæðagreiðslu á þingi. Í fyrstu tveimur atkvæðagreiðslunum var krafist stuðnings tveggja þriðju þingmanna en í þeirri þriðju nægði einfaldur meirihluti. Gül sór embættiseið sem forseti Tyrklands stuttu síðar.[10] Gül varð fyrsti forseti landsins með bakgrunn í íslömskum stjórnmálum frá því að Kemal Atatürk stofnaði veraldlegt lýðveldi í Tyrklandi árið 1923.[11]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads