Ram Nath Kovind
14. forseti Indlands From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Ram Nath Kovind (f. 1. október 1945) er indverskur stjórnmálamaður sem var forseti Indlands frá árinu 2017 til ársins 2022. Kovind er fjórtándi forseti landsins. Hann er meðlimur í hindúska hægriþjóðernisflokknum Bharatiya Janata (BJP) og hafði fyrir forsetatíð sína verið þingmaður í efri deild indverska þingsins frá 1994 til 2006 og ríkisstjóri í héraðinu Bihar frá 2015 til 2017. Kovind er menntaður í lögfræði og starfaði sem lögfræðingur í sextán ár áður en hann hóf feril sinn í stjórnmálum.[1][2]
Kovind er úr stétt dalíta, eða „hinna stéttlausu“, lægstu stéttinni í stéttarkerfi hindúismans. Hann er annar forseti Indlands úr þeirri stétt.[1] Sem talsmaður BJP árið 2010 vakti Kovind athygli þegar haft var eftir honum að kristni og íslam pössuðu ekki inn í stéttaþjóð Indlands. Talsmenn flokksins segja þó að ummæli hans hafi verið misskilin og að hann hafi notað orðið „notion“ (hugmynd) en ekki „nation“ (þjóð).[3]
Kovind kom í opinbera heimsókn til Íslands í september árið 2019 og var þetta í fyrsta sinn sem hann heimsótti norrænt ríki. Hann fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni forseta á Bessastöðum og hélt fyrirlesturinn „Indland og Ísland fyrir græna plánetu“ við Háskóla Íslands.[4][5]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads