Shai Gilgeous-Alexander
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Shaivonte Aician Gilgeous-Alexander (f. 12. júlí, 1998), er kanadískur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni.
Gilgeous-Alexander var valinn af Charlotte Hornets árið 2018 eftir að hafa spilað með Kentucky Wildcats í háskólaboltanum. Honum var strax skipt til Los Angeles Clippers þar sem hann spilaði í eitt tímabil. Hann hélt til Oklahoma árið 2019.
Tímabilið 2024–25 var árangursríkt fyrir Gilgeous-Alexander en hann var stigahæsti leikmaður deildarinnar, valinn mikilvægasti leikmaðurinn tímabilsins (MVP) og úrslitanna þar sem Oklahoma vann Indiana Pacers. Hann varð fjórði leikmaður deildarinnar frá upphafi til að verða MVP bæði á tímabili og í úrslitum og stigahæstur. (eftir Kareem Abdul-Jabbar, Michael Jordan og Shaquille O'Neal) [1]
Gilgeous-Alexander vann brons með landsliði Kanada árið 2023 í FIBA heimsbikarnum og var valinn íþróttamaður ársins í Kanada. [2]
Gilgeous-Alexander er ættaður frá Antígva og Barbúda. Móðir hans keppti í spretthlaupi fyrir eyþjóðina. [3]
Remove ads
Tenglar
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads