Skotárásin á Charlie Hebdo

From Wikipedia, the free encyclopedia

Skotárásin á Charlie Hebdo
Remove ads

Skotárásin á Charlie Hebdo átti sér stað að morgni 7. janúar 2015 um það bil kl. 11:30 að staðartíma á skrifstofum franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í miðborg Parísar. Tveir grímuklæddir byssumenn vopnaðir rifflum komust inn á skrifstofur tímaritsins og skutu allt að 50 skotum meðan þeir öskruðu Allahu akbar („Guð er glæstastur“ á arabísku). Þeir drápu ellefu manns og særðu ellefu aðra. Stuttu eftir drápu þeir franskan lögreglumann. Byssumennirnir sögðust vera meðlimir í jemenskri grein Al-Kaídu sem lýsti árásinni á hendur sér. Fimm voru drepnir og ellefu aðrir meiddir í skotaárásum í kjölfar þessarar í héraðinu Île-de-France.

Thumb
Lögreglumenn, neyðarbílar og blaðamenn á vettvangi tveimur tímum eftir árásina

Franska ríkisstjórnin setti viðbragðsstöðuna í hæsta stigið: hryðjuverksviðvörun. Hermönnum var komið fyrir í Île-de-France og Picardy. Umfangsmikil mannaleit hófst en grunuðu mennirnir þeir Saïd og Chérif Kouachi voru fundnir þann 9. janúar, þegar þeir skutu á lögreglumenn. Þeir héldu starfsmönnum skiltasmiðju í Dammartin-en-Goële í gíslingu en bræðurnir voru skotnir um leið og þeir fóru út úr smiðjunni í skothríð.

Þann 11. janúar söfnuðust um 2 milljónir manns, þar á meðal 40 þjóðarleiðtogar, saman í götum Parísar í fjöldafund um þjóðarsamheldni. 3,7 milljónir annarra um allt Frakkland tóku þátt í fjöldafundum. Slagorðið je suis Charlie („ég er Charlie“) var mikið notað til stuðnings á fundunum og á samfélagsmiðlum. Þeir starfsmenn Charlie Hebdo sem eftir voru fóru að vinna að næsta tölublaði tímaritsins sem var prentað í sjö milljónum eintaka á sex tungumálum og seldist upp. Lesendafjöldi blaðsins er vanalega 45.000 til 60.000 manns.

  Þessi Frakklandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads