Villisvín

From Wikipedia, the free encyclopedia

Villisvín
Remove ads

Villisvín (Sus scrofa)[3] eða Evrasískt villisvín,[4] er klaufdýr af svínaætt ættað frá mestallri Evrasíu, Norður-Afríku, og Stóru-Sundaeyjum. Afskipti manna hafa aukið útbreiðsluna enn frekar, sem hefur gert tegundina eina útbreiddustu spendýrategund heimsins og þar með útbreiddustu svínategundina.[4] Hin mikla útbreiðsla, mikill fjöldi og aðlögunarhæfileiki, þýðir það að þau eru skráð í ekki í hættu af IUCN[1] og þau eru ágeng tegund á hluta þess svæðis sem þau hafa verið flutt til. Tegundin kom líklega fram í Suðaustur-Asíu um fyrri hluta Pleistósen,[5] og ruddu öðrum tegundum úr vegi þegar þau breiddust út til gamla heimsins.[6]

Staðreyndir strax Villisvín Tímabil steingervinga: Snemma Pleistósen–nútíma, Ástand stofns ...

Síðan 1990, hafa allt að 16 undirtegundir verið viðurkenndar, sem skiptast í fjóra svæðishópa byggt á hæð höfuðkúpu og lengd tárabeins (os lacrimale).[2]

Remove ads

Heiti eftir aldri

Nánari upplýsingar Heiti, Aldur ...

Flokkun og þróun

Thumb
Höfuðkúpa af Sus strozzi (Museo di Storia Naturale di Firenze), Pleistósene svínategund sem varð undir í samkeppni við S. scrofa

MtDNA rannsóknir benda til að villisvín eru upprunnin frá eyjum í Suðaustur-Asíu svo sem Indónesíu og Filippseyjum, síðar breiðst út til meginlands Evrasíu og Norður-Afríku.[5] Elstu fornleifar tegundarinnar koma frá bæði Evrópu og Asíu, og eru síða snemma á Pleistósen.[7] Við lok Villafranchian, hafði S. scrofa að mestu rutt hinni skyldu S. strozzii úr vegi; stór, hugsanlega mýradveljandi forfaðir nútíma Sus verrucosus, um allt meginland Evrasíu, svo það var einungis á stökum svæðum í Asíu.[6] Nánasti ættingi þess er skeggsvín á Malacca og nágrannaeyjum.[3]

Undirtegundir

Nú (2005)[2] eru 16 undirtegundir viðurkenndar, sem er skipt upp í fjóra svæðishópa:

  • Vestræn: Inniheldur S. s. scrofa, S. s. meridionalis, S. s. algira, S. s. attila, S. s. lybicus, og S. s. nigripes. Þessar undirtegundir eru yfirleitt með háa hauskúpu (þó eru lybicus og sumar scrofa með lága hauskúpu), með þykkt þel og (að undanteknum scrofa og attila) lítt þroskaða mön.[8]
  • Indversk: Inniheldur S. s. davidi og S. s. cristatus. Þessar undirtegundir hafa takmarkað eða ekkert þel, með langa mön og áberandi rákir á trýni og munni. S. s. cristatus er með háa hauskúpu og S. s. davidi er með lága hauskúpu.[8]
  • Austræn: Inniheldur S. s. sibiricus, S. s. ussuricus, S. s. leucomystax, S. s. riukiuanus, S. s. taivanus, og S. s. moupinensis. Einkennandi fyrir þessar undirtegundir er hvítleit rák sem nær frá munnvikum til neðri hluta kjálka. Að undanskilinni S. s. ussuricus, þá eru flest með háa höfuðkúpu. Þelið er þykkt, nema hjá S. s. moupinensis, mön að mestu ekki til staðar.[8]
  • Indónesísk: Einvörðungu S. s. vittatus, einkennandi fyrir það er gisið hár, skortur á þeli, löng mön, breið rauðleit rák frá trýni til hliðanna áhálsi.[8] Þetta er fornlegasta gerðin af þessum fjórum hópum, með minnstan heila, frumstæðasta tanngerð og ósérhæfða höfuðkúpugerð.[9]
Nánari upplýsingar Undirtegundir, Mynd ...
Thumb
Hauskúpur villisvíns (til vinstri) og alisvíns (hægri): Ath. mikið styttra andlit þess seinna.[15]

Rándýr

Thumb
Tígur að drepa villisvín í Kanha Tiger Reserve
Remove ads

Sjá einnig

Tilvísanir

Heimildir

Viðbótarlesning

Ytri tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads