Tamim bin Hamad Al Thani

Emírinn af Katar From Wikipedia, the free encyclopedia

Tamim bin Hamad Al Thani
Remove ads

Sjeik Tamim bin Hamad bin Khalifa Al Thani (تميم بن حمد بن خليفة آل ثاني; f. 3. júní 1980) er emírinn af Katar. Hann hefur verið við völd frá árinu 2013.

Staðreyndir strax

Tamim er annar sonur emírsins Hamad bin Khalifa Al Thani með annarri eiginkonu hans, Mozu bint Nassir. Hann varð erfingi að katörsku krúnunni árið 2003 þegar eldri bróðir hans, Sjeik Jassim, afsalaði sér tilkalli sínu. Tamim varð emír þegar faðir hans sagði af sér árið 2013.

Tamim fer fyrir óskoraðri einveldisstjórn.[1] Allt framkvæmda- og löggjafarvald í Katar er í hans höndum.

Remove ads

Menntun

Tamim bin Hama gekk í Sherborne School í Dorset í Englandi og úrskrifaðist frá Harrow School árið 1997. Hann útskrifaðist úr konunglega herskólanum í Sandhurst árið 1998.[2]

Æviágrip

Tamim varð krónprins þann 5. ágúst 2003 þegar eldri bróðir hans, Jasim bin Hamad, afsalaði sér titlinum. Tamim varð næstráðandi katarska hersins árið 2009 og lék lykilhlutverki í stuðningi Katara við uppreisnina gegn Muammar Gaddafi í Líbíu árið 2011.

Árið 2005 stofnaði Tamim fjárfestingafélagið Qatar Sports Investments, sem á meðal annars knattspyrnufélagið Paris Saint-Germain FC og er „alþjóðlegur samstarfsaðili“ FC Barcelona. Hann var einnig hvatamaður að því að fá Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022 haldið í Katar og reyndi að fá Ólympíuleikana haldna í Katar árin 2016 og 2020.

Í stjórnartíð Tamims átti Katar í deilum við arabísk nágrannaríki sín frá árinu 2017. Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Egyptaland og Barein slitu stjórnmálasambandi við og settu viðskiptabann á Katar í júlí 2017 og sökuðu landið um að styðja öfgahreyfingar eins og al-Kaída og Bræðralag múslima.[3] Einnig er talið að náið samband Katar við óvinaríki Sádi-Arabíu hafi átt þátt í deilunni. Stuttu áður en viðskiptabannið tók gildi gerðu Sameinuðu arabísku furstadæmin tölvuárás á katarska fréttamiðla og komu af stað fölskum tilvitnunum í Tamim þar sem haft var eftir honum að Íran væri „íslamskt veldi“ og að samband Katar við Ísrael væri gott.[4] Katar sættist að mestu við hin ríkin árið 2021, þegar landamæri að ríkinu voru opnuð á ný.[5]

Remove ads

Eignir

Tamim á, í gegnum katarska ríkið, lúxussnekkjuna Al Lusail, sem kostaði 300 milljónir Bandaríkjadala að byggja.[6]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads