Ted Danson

bandarískur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia

Ted Danson
Remove ads

Ted Danson (fæddur Edward Bridge Danson III, 29. desember 1947) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers og Becker, ásamt kvikmyndunum Three Men and a Baby og Three Men and a Little Lady.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Danson fæddist í San Diego, Kaliforníu en ólst upp í Flagstaff, Arizona. Stundaði nám við Stanford-háskólann áður en hann flutti sig yfir til Carnegie Mellon háskólann í Pittsburgh, Pennsylvaníu þaðan sem hann útskrifaðist með BA-gráðu í drama árið 1973.

Árið 1999 fékk Danson stjörnu á Hollywood Walk of Fame.

Þann 27. September 2007 þá upplýsti Danson í viðtali við Conan O'Brien að hann væri grænmetisæta.[1]

Fjölskylda

Danson hefur verið giftur þrisvar sinnum:

  • Randy Gosch (núna sem Randy Danson) frá 1970-1975.
  • Casey Coates frá 1977-1993; tvö börn.
  • Mary Steenburgen frá 1995; tvö stjúpbörn.

Þegar Danson og Coates eignuðust sitt fyrsta barn þá varð hún fyrir slagi og sá Danson um hana í mörg ár á meðan hún jafnaði sig. Seinna meir þá ættleiddu þau stelpu. Danson hélt framhjá Coates með Whoppi Goldberg sem leiddi til skilnaðar þeirra, sem varð einn dýrasti skilnaður Hollywoods á sínum tíma en Danson þurfti að borga Coates 30 milljónir dollara.[2]

Umhverfisstefna

Áhugi Danson á umhverfinu byrjaði þegar hann var 12 ára, þegar Bill Breed, minjavörður við Museum of Northern Arizona kynnti Danson og vin hans Marc Gaede fyrir leik sem hann kallar billboarding. Með öxi og sög í hönd, þá eyðilögðu Breed, Danson og Gaede yfir 500 skilti og ólögleg fuglahús. [3] Áhugi hans jókst með árunum og byrjaði Danson að hafa áhyggjur af menguninni í sjónum. Um miðjan níunda áratuginn þá stofnaði hann American Oceans Campaigns, sem sameinaðist síðan Oceana árið 2001, þar sem Danson er stjórnarmeðlimur.[4]

Í mars 2011, þá gaf Danson út fyrstu bók sína, Oceana: Our Endangered Oceans And What We Can Do To Save Them, sem er skrifuð með blaðamanninum Michael D'Orso.

Stjórnmál

Danson er vinur fyrrverandi forseta bandaríkjanna Bill Clinton en svo náinn er vinskapur Danson við Clinton hjónin að hann var viðstaddur brúðkaup dóttur þeirra Chelsea þann 31.júlí 2010.[5] Danson hefur gefið í kringum 85,000 dollara til Demókrata frambjóðandanna Al Gore, John Edwards, Barbara Boxer, Bill Clinton, Al Franken, og John Kerry. Einnig hefur Danson gefið í Demókrataflokkinn í Arkansas og Demókrata öldungarþings herferðarnefndina. Danson og Steenburgen aðstoðuðu Hillary Clinton við forsetaframboð hennar árið 2008.[6]

Remove ads

Ferill

Sjónvarp

Danson byrjaði sjónvarpsferil sinn í sápu óperunni Somerset þar sem hann lék Tom Conway frá 1975-1976. Eftir það kom hann fram í þáttum á borð við: Mrs. Columbo, Trapper John, M.D., Magnum, P.I. og Taxi.

Árið 1982 þá var Danson boðið hlutverk í nýjum sjónvarpsþætti sem kallaðist Cheers, lék hann Sam Malone, fyrrverandi hafnarboltastjörnu og bareiganda. Lék hann Malone alveg til ársins 1993. Danson var tilnefndur ellefu sinnum til Emmy verðlaunanna sem hann vann tvisvar sinnum, ásamt því að vera tilnefndur níu sinnum til Golden Globe verðlaunanna sem hann vann tvisvar sinnum. Danson kom einnig fram sem Sam Malone í Frasier, The Jim Henson Hour og The Simpsons.

Eftir Cheers þá kom Danson fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: Pearl, Ink og Grosse Pointe. Árið 1998 þá var honum boðið hlutverk í Becker sem læknirinn Dr. John Becker sem hann lék til ársins 2004. Síðan þá hefur hann komið fram sem gestaleikari í Heist, King of the Hill, Curb Your Enthusiasm sem hann sjálfur og Damages.

Í júlí 2010 tilkynnti CBS sjónvarpsstöðin að Ted Danson hafði verið ráðinn sem D.B. Russell hinn nýji yfirmaður næturvaktarinnar í CSI: Crime Scene Investigation. Höfðu Tony Shaloub, Robin Williams og John Lithgow einnig verið skoðaðir fyrir hlutverkið.[7][8][9]

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Danson er í The Onion Field frá 1979. Kom síðan fram í kvikmyndum á borð við : Creepshow, Little Treasure og A Fine Mess. Árið 1987 þá lék hann á móti Tom Selleck og Steve Guttenberg í Three Men and a Baby og framhaldsmyndinni Three Men and a Little Lady frá 1990. Síðan þá hefur hann komið fram í Loch Ness, Saving Private Ryan, Mad Money og The Open Road.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

American Comedy verðlaunin

  • 1991: Verðlaun sem fyndnasti leikarinn í sjónvarpi fyrir Cheers.
  • 1990: Tilnefndur sem fyndnasti leikarinn í sjónvarpi fyrir Cheers.
  • 1990: Tilnefndur sem fyndnasti aukaleikari í kvikmynd fyrir Dad.

Emmy verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir Damages.
  • 2009: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir Damages.
  • 2008: Tilnefndur sem besti aukaleikari í dramaseríu fyrir Damages.
  • 1993: Verðlaun sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1992: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1991: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1990: Verðlaun sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1989: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1988: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1987: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1986: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1985: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í sérstakriseríu fyrir Something About Amelia.
  • 1983: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.

Golden Globes verðlaunin

  • 2008: Tilnefndur sem besti aukaleikari í seríu, míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Damages.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Becker.
  • 1993: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1992: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1991: Verðlaun sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1990: Verðlaun sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1989: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1987: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1985: Verðlaun sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Something About Amelia.
  • 1985: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.

Satellite verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Help Me Help You.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Our Fathers.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Living with the Dead.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Becker.
  • 1997: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Gulliver´s Travels.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir Knights of the South Bronx.

TV Guide verðlaunin

  • 1999: Tilnefndur sem uppáhalds stjarnan í nýrri seríu fyrir Becker.

TV Land verðlaunin

  • 2007: Verðlaun fyrir Break Up That Was So Bad It Was Good í Cheers með Shelley Long.
  • 2006: Legend Award fyrir Cheers með John Ratzenberger, Rhea Perlman og Shelley Long.
  • 2006: Tilnefndur fyrir besta kossinn fyrir Cheers með Shelley Long.
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads