Morgunverðarklúbburinn
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Morgunverðarklúbburinn (enska: The Breakfast Club) er bandarísk unglingamynd eftir John Hughes frá 1985. Myndin fjallar um fimm táninga úr ólíkum skólaklíkum sem hittast í eftirsetu í bókasafni Shermer-menntaskólans í Illinois. Smám saman kynnast þau betur og deila reynslu sinni.
Myndin var tekin í Maine North High School í Des Plaines í Illinois. Hughes notaði sama skóla sem sviðsmynd í Ferris Bueller ári síðar.
Aðalleikarar myndarinnar eru Emilio Estevez, Paul Gleason, Anthony Michael Hall, John Kapelos, Judd Nelson, Molly Ringwald og Ally Sheedy. Þau voru, ásamt öðrum leikurum myndarinnar Eldur St. Elmos (Rob Lowe, Andrew McCarthy og Demi Moore), kölluð „Brat Pack“ af gagnrýnendum tímaritsins New York, með vísun í leikaraklíkuna „Rat Pack“ frá miðjum 7. áratugnum. Margir af þessum leikurum voru áberandi í vinsælum kvikmyndum 9. og 10. áratugarins.
Remove ads
Leikendur
- Emilio Estevez sem Andrew Clark, íþrottaren
- Paul Gleason sem Skolastjórinn Richard Vernon
- Molly Ringwald sem Claire Standish
- Ally Sheedy sem Allison Reynolds
- Judd Nelson sem John Bender, glæpumaðurinn
- Anthony Michael Hall sem Brian Johnson nörd
- John Kapelos sem húsvörðurinn Carl
Tengill
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads