The Taylor Swift Holiday Collection
stuttskífa Taylor Swift frá 2007 From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
The Taylor Swift Holiday Collection[a] er fyrsta stuttskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var fyrst eingöngu gefin út í Target þann 14. október 2007 af Big Machine Records.
The Taylor Swift Holiday Collection samanstendur af sex lögum; fjórar ábreiður af klassískum jólalögum („Last Christmas“, „Santa Baby“, „Silent Night“, og „White Christmas“) og tvö frumsamin lög eftir Swift („Christmases When You Were Mine“ og „Christmas Must Be Something More“). Platan er kántrí poppplata sem var framleidd af Nathan Chapman. Lagið „Last Christmas“ komst í 28. sæti á Hot Country Songs vinsældalistann.
Stuttskífan komst hæst í 20. sæti á Billboard 200 og efst á Top Holiday Albums listann. Hún var viðurkennd sem platína af Recording Industry Association of America og hefur selst í yfir milljón eintökum í Bandaríkjunum.
Remove ads
Lagalisti
Athugasemdir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads