1657
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árið 1657 (MDCLVII í rómverskum tölum) var 57. ár 17. aldar sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Ísland
- 16. mars - Miklir jarðskjálftar riðu yfir Suðurland og féllu hús víða, en mest í Fljótshlíð.
- 10. maí - Gísli Þorláksson var vígður Hólabiskup.
Ódagsett
- Galdramál: Magnús Jónsson í Miðhlíð, sýslumaður Barðastrandarsýslu var borinn galdraáburði sem hann sór af sér og kærði á móti Runólf Þorvaldsson fyrir meðferð galdrastafa.
Fædd
Ódagsett
- Guðmundur Bergþórsson, íslenskt skáld (d. 1705).
Dáin
Ódagsett
- Höskuldur Einarsson prófastur í Þingmúla og Heydölum (f. 1572).
Remove ads
Erlendis

- 8. janúar - Miles Sindercombe og fleiri sem ætluðu sér að myrða Oliver Cromwell voru handteknir í London.
- Febrúar - Enski sjóliðsforinginn Robert Blake vann sigur á flota Spánverja í orrustu um Jamaíku sem Englendingar höfðu áður hernumið.
- 2. mars - Meirekibruninn í Japan eyðilagði stærstan hluta borgarinnar Jedó (nú Tókýó). Um hundrað þúsund létu lífið í brunanum.
- 3. apríl - Oliver Cromwell tók sér titilinn Lávarður samveldis Englands, Skotlands og Írlands.
- 20. apríl - Ensk-spænska stríðið: Robert Blake sigraði spænska silfurflotann við Santa Cruz de Tenerife.
- 1. júní - Karls Gústafsstríðið í Danmörku hófst með því að Friðrik 3. Danakonungur lýsti Svíum stríð á hendur. Karl 10. Gústaf lagði Jótland undir sig.
Ódagsett
- Stokkhólmsbanki var stofnaður.
- Fyrsta súkkulaðibúðin var opnuð í Englandi.
- Christiaan Huygens skrifaði fyrstu bókina um líkindafræði.
Fædd
- 11. júlí - Friðrik 1. Prússakonungur (d. 1713).
Dáin
- 2. apríl - Ferdinand 3. keisari hins heilaga rómverska ríkis (f. 1603).
- 3. júní - William Harvey, enskur læknir (f. 1578).
- 27. júlí - Bohdan Khmelnytskyj, stjórnmála- og hernaðarleiðtogi úkraínskra kósakka í pólsk-litáíska samveldinu.(f. 1595)
- 17. ágúst- Robert Blake, enskur flotaforingi (f. 1599)
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads