1659
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árið 1659 (MDCLIX í rómverskum tölum) var 59. ár 17. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Ísland
- Eldgos varð í Grímsvötnum.
Ódagsettir atburðir
- Hallgrímur Pétursson lauk við að yrkja Passíusálmana.
- Jón Magnússon þumlungur lauk við að semja Píslarsögu sína.
Fædd
Dáin
Opinberar aftökur
Erlendis

- 14. janúar - Portúgalska endurreisnarstríðið: Spánverjar biðu mikinn ósigur gegn Portúgölum og misstu 11.000 hermenn í orrustu en Portúgalar aðeins 900.
- 11. febrúar - Karls Gústafsstríðin/Áhlaupið á Kaupmannahöfn: Sænski herinn gerði áhlaup á Kaupmannahöfn sem var hrundið.
- 28. mars - Dansk-afríska félagið var stofnað. Félagið verslaði með þræla.
- 25. maí - Richard Cromwell sagði af sér stöðu lávarðs enska samveldisins.
- 31. maí - Holland, England og Frakkland gerðu með sér Hagsáttmálann.
- 10. júní - Dara Shikoh, var drepinn af Aurangzeb, bróður sínum í baráttu um krúnu Mógúlveldisins.
- 29. júní - Pólsk-rússneska stríðið (1654–1667): Pólverjar unnu sigur á Rússneska keisaradæminu í orrustunni við Konotop í nútíma-Úkraínu.
- 3. ágúst - Uppreisn Booths gegn enska konungsveldinu hófst í Chester.
- 6. október - Hollenskt kaupskip sökk í höfninni í Flatey á Breiðafirði.
- 12. október - Enska Afgangsþingið sagði John Lambert og öðrum herforingjum upp störfum.
- 13. október - John Lambert rak Afgangsþingið út.
- 7. nóvember - Frakkar og Spánverjar gerðu með sér Pýreneasáttmálann og bundu þannig enda á 24 ára stríð milli ríkjanna.
- 14. nóvember - Danir og Hollendingar tóku sænskar hersveitir á Fjóni til fanga eftir orrustuna um Nyborg.
Ódagsettir atburðir
- Breskir landnemar námu Sankti Helenu.
Fædd
- 20. júlí - Hyacinthe Rigaud, franskur listmálari (d. 1743).
- 10. september - Henry Purcell, enskt tónskáld (d. 1695).
Dáin
- 10. október - Abel Tasman, hollenskur landkönnuður (f. 1603).
- Ahmad al Abbas, síðasti soldán Marokkó af Sa'diætt.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads