Afturbeygt fornafn

undirflokkur fornafna From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Afturbeygða fornafnið (skammstafað sem a.fn. eða ab.fn.) er fornafn sem er ekki til í nefnifalli[1] heldur beygist það bara í aukaföllum (þolfalli, þágufalli og eignarfalli) og vísar það til frumlagsins í setningunni.

Afturbeygða fornafnið í mörgum tungumálum

Í íslensku

Aðeins er til eitt afturbeygt fornafn í íslensku eða orðið sig. Beygist það eins í öllum kynjum (hún elskar sig, hann elskar sig, það elskar sig) og báðum tölum (hann stöðvaði sig, þeir stöðvuðu sig).

Afturbeygðu fornöfnin eru stundum flokkuð svona:[2]

Nánari upplýsingar Eintala og fleirtala, karlkyn (kk.) ...

Dæmi

Afturbeygða fornafnið vísar aftur til þriðju persónu sem áður hefur verið tiltekin og af því er nafn þess dregið;

  • Hann talar um sig. (kk. et.)
  • Þeir tala um sig. (kk. ft.)
  • Stúlkan flýtti sér heim. (kvk. et.)
  • Þær flýttu sér heim. (kvk. ft.)
  • Barnið naut sín. (hk. et.)
  • Börnin nutu sín. (hk. ft.)

„Afturbeygða eignarfornafnið“

Sumir málfræðingar telja eignarfornafnið sinn eiga heima í flokki afturbeygðra fornafna þar eð það vísar aftur til þriðju persónu. Þessi skilgreining er umdeild og á sér ekki hefð í íslenskri málfræði. Sinn er þó stundum kallað „afturbeygt eignarfornafn“.

Nánari upplýsingar Eintala, Fleirtala ...

Í latínu

Aðeins er til eitt afturbeygt fornafn í latínu og er það orðið se. Beygist það í öllum föllum nema nefnifalli og ávarpsfalli.

Nánari upplýsingar Eintala og fleirtala, karlkyn (kk.) ...

Dæmi

  • per se (í sjálfu sér, út af fyrir sig)
Remove ads

Tengt efni

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads