Alnus cordata

From Wikipedia, the free encyclopedia

Alnus cordata
Remove ads

Alnus cordata[1][2] er tré eða runnategund af birkiætt (Betulaceae) og er það ættað frá suður Apennínafjöllum (Campania, Basilicata og Calabría, aðallega á vestur fjallafjallahlíðum) og norðausturfjöllum Korsíku.[3] Það hefur verið flutt til Sikileyjar og Sardiníu og síðar til miðhluta N-Ítalíu,[4][5][6] öðrum Evrópulöndum; (Frakkland, Belgía, Spánn, Azoreyjar, Bretland)[7] og lönd utan Evrópu (Chile, Nýja-Sjáland),[4] þar sem hann hefur orðið ílendur.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Samheiti ...
Thumb
Alnus cordata tree

Þetta er meðalstórt tré, allt að 25 metra hátt[8] (einstaka sinnum að 28 m), með bol allt að 70 til 100 sm í þvermál. Tréð er lauffellandi en er laufgað sérstaklega lengi, frá apríl fram í desember á norðurhveli; blöðin eru stakstæð, hjartalaga (cordata), gljáandi græn, 5 til 12 sm löng, með fíntenntum kanti.

Thumb
Þroskaðir könglar


Remove ads

Nytjar

Eins og aðrar elritegundir auðgar hann jarðveginn (niturbinding) með bakteríunni Actinomyces alni (Frankia alni).[9] Hann þrífst í miklu þurrari jarðvegi en flestar aðrar elritegundir, og vex hratt við jafnvel mjög óhentugar aðstæður, sem gerir hann sérstaklega verðmætan í landslags útplöntunum á erfiðum stöðum eins og úrgangshaugum náma og í þjöppuðum jarðvegi þéttbýlissvæða. Hann er oft ræktaður sem skjólbelti.

Hann gefur einnig af sér verðmætan rauðleitt rauðgulan við. Hann grotnar fljótt þar sem loftar um hann, en er endingargóður í vatni. Það er notað í útskurð eða renndur, í húsgögn, panel eða krossvið.[9]

Bonsai

Alnus cordata er notaður í meðalstórt til stórt bonsai, hraðvaxandi en bregst vel við klippingu.[10]


Remove ads

Ytri tenglar

  • Alnus cordata - útbreiðslukort, verndun og aðrar upplýsingar. European Forest Genetic Resources Programme (EUFORGEN)

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads