Blaise Pascal
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Blaise Pascal (19. júní 1623 — 19. ágúst 1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, heimspekingur og trúaður/kaþólskur rithöfundur.

Hann var undrabarn og sýndi ungur að aldri fram á mikla stærðfræðihæfileika. Hann hlaut menntun hjá föður sínum, skattheimtumanni í Rouen, sem hélt honum þó frá stærðfræði eins og hann gat til þess að ýta undir önnur áhugasvið (móðir hans ód þegar hn var þriggja ára frá fjölskyldunni og tveimur systrum). Fyrsta stærðfræðiverk hans var um varprúmfræði (e. projective geometry); sextán ára gamall gerði Pascal merkilega uppgötvun um keilusnið. Hann átti síðar í bréfaskriftum við Pierre de Fermat um líkindafræði, sem hafði mikil áhrif á þróun nútímahagfræði og félagsvísinda. Árið 1642 hóf hann brautryðjendastarf við reiknivélar (kallaðar reiknivélar Pascals); átján ára hannaði hann reiknivél sem hann byggði og seldi, sem gerði hann að einum af fyrstu tveimur uppfinningamönnum vélrænna reiknivéla.
Eins og samtíðarmaður hans René Descartes var Pascal einnig brautryðjandi í náttúruvísindum og hagnýtum vísindum. Pascal skrifaði til varnar vísindalegri aðferð og skilaði nokkrum umdeildum niðurstöðum. Hann gerði mikilvægar uppgvötanir við rannsóknir á kvikefnum/vökvum og skýrði hugtökin þrýstingur og lofttæmi með því að alhæfa verk Evangelista Torricelli. SI-einingin fyrir þrýsting er nefnd eftir Pascal. Árið 1647, í kjölfar Torricelli og Galileo Galilei, hrakti hann fræðimenn eins og Aristóteles og Descartes sem héldu því fram að náttúran fyrirlíti tómarúm.
Hann er einnig talinn hafa fundið upp nútíma almenningssamgöngur, eftir að hafa komið á fót carrosses à cinq sols (fimm-sol vagnar, nefnt eftir upphæðinni), fyrstu nútíma almenningssamgönguþjónustunni, stuttu fyrir andlát sitt árið 1662.
Árið 1646 samsömuðust hann, og systir hans, Jacqueline, trúarhreyfingu innan kaþólskrar trúar sem gagnrýnendur hennar kölluðu Jansenisma. Eftir trúarlega reynslu seint á árinu 1654 hóf hann að skrifa áhrifamikil verk um heimspeki og guðfræði. Tvö frægustu verk hans eru frá þessu tímabili: Lettres provinciales og Pensées (Hugsanir), þar sem hið fyrra gerist í átökum milli Jansenista og Jesúíta. Hið síðara inniheldur veðmál Pascals, sem í frumritinu er þekkt sem Umræðan um vélina, trúarleg líkindafræðileg röksemdafærsla fyrir því hvers vegna maður ætti að trúa á Guð. Á því ári skrifaði hann einnig mikilvæga ritgerð um reiknifræðilega þríhyrninginn.
Árið 1654 hætti Pascal stærðfræðilegum rannsóknum eftir trúarlega upplifun og helgaði sig eftir það guðfræði. Hann heimsótti aðeins heim stærðfræðinnar einu sinni eftir það: Eina nóttina var hann með mikla tannpínu, og leitaði hann náðar í vangaveltum um hjólferla. Við það hjaðnaði verkurinn, og hann tók því sem guðdómlegt tákn um ágæti stærðfræðinnar. SI-mælieining þrýstings, paskal er nefnd eftir honum, og margt annað t.d. lögmál/meginregla Pascals (e. law, líka nefnt Pascal's principle), forritunarmálið Pascal.
Á árunum 1658 til 1659 skrifaði hann um hjólferillinn (e. cycloid) og notkun þess við útreikning á rúmmáli fastra efna. Hann var fremur heilsulítill alla ævi og lést hann tveimur mánuðum eftir 39. afmælið sitt, eftir nokkurra ára veikindi.
Remove ads
Ritverk
Tengt efni
- Pascal-þríhyrningur
- Pascal-B, Operation Plumbbob kjarnorkutilraun
- Veðmál Pascals
- Setning Pascals
- Lögmál Pascals
- Pascal (mælieining)
- Pascal forritunarmálið
Heimildir
- Sambærileg grein á ensku útgáfu Wikipedia
- Discrete Mathematics and It's Applications, Kenneth H. Rosen, ISBN 0-07-123374-1
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads