Bleiki pardusinn

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Bleiki pardusinn er röð gamanmynda um franska rannsóknarlögreglumanninn Jacques Clouseau. Fyrsta myndin í röðinni var Bleiki pardusinn árið 1963. Peter Sellers lék þar aðalhlutverkið sem síðan hefur fyrst og fremst tengst honum þótt aðrir leikarar hafi spreytt sig á því. Flestar myndirnar voru í leikstjórn Blake Edwards og með tónlist eftir Henry Mancini.

Þessi grein fjallar um kvikmyndaröðina. Bleiki pardusinn (kvikmynd frá 1963) fjallar um fyrstu myndina í röðinni. Bleiki pardusinn (persóna) fjallar um teiknimyndapersónuna. Bleiki pardusinn (aðgreining) inniheldur yfirlit yfir aðrar merkingar orðsins.

Nafn myndanna er dregið af gimsteininum sem söguþráður fyrstu myndarinnar snýst um.

Bleikur pardus kemur fyrir ásamt Clouseau í teiknimynd í titilatriði hverrar myndar við undirleik tónlistar Mancinis, nema í Skot í myrkri og Clouseau lögregluforingi. Persónan var teiknuð af Hawley Pratt fyrir DePatie-Freleng Enterprises. Þessi persóna fékk brátt sína eigin teiknimyndaþáttaröð fyrir kvikmyndahús. Bandaríski teiknimyndasagnfræðingurinn Jerry Beck telur bleika pardusinn vera síðustu mikilvægu teiknimyndaseríuna fyrir kvikmyndahús, en á seinni hluta 7. áratugarins fluttust teiknaðar stuttmyndir úr kvikmyndahúsum í sjónvarpið.

Remove ads

Kvikmyndir

Nánari upplýsingar Kvikmynd, Ár ...
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads