1983

ár From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Árið 1983 (MCMLXXXIII í rómverskum tölum) var 83. ár 20. aldar sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.

Atburðir

Janúar

Thumb
Hraunskógur á Hawaii 1983.

Febrúar

Thumb
Brunarústir kirkju í Ástralíu.
  • 2. febrúar - Samþykkt var á Alþingi að mótmæla ekki hvalveiðibanni Alþjóða hvalveiðiráðsins.
  • 2. febrúar - Giovanni Vigliotto var dæmdur fyrir fjölkvæni með 104 konum.
  • 2. febrúar - Textavarp NRK hóf starfsemi.
  • 4. febrúar - C. Dauguet tók fyrstu ljósmyndina af HIV-vírusnum.
  • 12. febrúar - Hundrað konur mótmæltu vitnalögum Zia-ul-Haq í Pakistan þar sem vitnisburður kvenna skyldi metinn til hálfs á við vitnisburð karla.
  • 13. febrúar - 64 létust þegar kvikmyndahúsið Cinema Statuto brann í Tórínó á Ítalíu.
  • 16. febrúar - Minnst 75 létust í Öskudagskjarreldunum í Ástralíu.
  • 18. febrúar - Nellie-fjöldamorðið: Yfir 2000 múslimar í bænum Nellie í indverska héraðinu Assam voru myrtir.
  • 18. febrúar - Wah Mee-blóðbaðið í Seattle.

Mars

Thumb
Reagan flytur Stjörnustríðsræðuna.
  • 4. mars - Menningarmiðstöðin Gerðuberg var opnuð í Breiðholti í Reykjavík.
  • 5. mars - Bob Hawke var kjörinn forsætisráðherra Ástralíu.
  • 6. mars - Konrad Hallenbarter skíðaði Vasahlaupið á innan við 4 tímum fyrstur manna.
  • 8. mars - Alþingi lögfesti Lofsöng („Ó Guð vors lands“) sem þjóðsöng Íslendinga.
  • 8. mars - IBM setti tölvuna IBM PC XT á markað.
  • 8. mars - Ronald Reagan kallaði Sovétríkin „heimsveldi hins illa“.
  • 9. mars - Anne Gorsuch Burford sagði af sér sem yfirmaður Bandarísku umhverfisstofnunarinnar vegna ásakana um fjármálaóreiðu.
  • 12. mars - Íslenska kvikmyndin Húsið var frumsýnd.
  • 13. mars - Kvennalistinn var stofnaður.
  • 15. mars - Nærri lá að herflugvél og þota frá Arnarflugi rækjust á skammt frá Vestmannaeyjum. Herflugvélin hafði farið út fyrir sitt tiltekna svæði.
  • 16. mars - Reykjavíkurborg keypti stórt land í Viðey af Ólafi Stephensen og átti þá nánast alla eyjuna, nema Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju sem var í eigu ríkisins til 1986.
  • 23. mars - Ronald Reagan Bandaríkjaforseti setti fram fyrstu hugmyndir sínar um tækni til að verjast eldflaugum. Áætlunin (SDI) var kölluð „Stjörnustríðsáætlunin“ í fjölmiðlum.
  • 25. mars - Michael Jackson kynnti „tunglgönguna“ til sögunnar í sjónvarpsþætti vegna 25 ára afmælis Motown-útgáfunnar.

Apríl

Thumb
Bandaríska sendiráðið í Beirút.

Maí

Thumb
Return of the Jedi auglýst á kvikmyndahúsi í Toronto.

Gosið stóð í nokkra daga.

Júní

Thumb
Ljósmynd af Challenger tekin frá gervihnettinum SPAS-1 í júní 1983.

Júlí

Thumb
Nintendo Famicom - fyrsta útgáfa NES frá 1983.

Ágúst

Thumb
Bluford um borð í Challenger 5. september 1983.

September

Thumb
Kort sem sýnir muninn á áætlaðri og raunverulegri flugleið flugs 007 frá Korean Air Lines.

Október

Thumb
Bandarískir fallhlífarhermenn lenda í Grenada.
  • 4. október - Breski athafnamaðurinn Richard Noble setti hraðamet á landi þegar hann ók eldflaugarknúna bílnum Thrust2 1.019,468 km/klst í Nevadaeyðimörkinni.
  • 9. október - Jangúnsprengjutilræðið: Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Lee Bum Suk, og 21 annar létust.
  • 12. október - Fyrrum forsætisráðherra Japan Kakuei Tanaka var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir mútuþægni.
  • 15. október - Samtök íslenskra skólalúðrasveita voru stofnuð.
  • 19. október - Maurice Bishop forsætisráðherra Grenada var myrtur í herforingjauppreisn.
  • 23. október - Herskálaárásirnar: 241 bandarískir hermenn, 58 franskir hermenn og 6 líbanskir borgarar létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Beirút.
  • 25. október - Urgent Fury-aðgerðin: Bandaríkjamenn hernámu Grenada.
  • 25. október - Microsoft gaf út fyrstu útgáfu Word fyrir MS-DOS.
  • 25. október - Ítölsku mafíuforingjarnir Tommaso Buscetta og Tano Badalamenti voru handteknir í Brasilíu.
  • 30. október - Fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar í Argentínu eftir sjö ára herforingjastjórn.

Nóvember

Desember

Thumb
Raúl Alfonsín tekur við embætti forseta Argentínu.

Ódagsettir atburðir

Remove ads

Fædd

Thumb
Helena Paparizou
Thumb
Gustav Fridolin
Thumb
Amy Winehouse
Remove ads

Dáin

Thumb
Tennessee Williams
Thumb
Luis Buñuel

Nóbelsverðlaunin

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads