Cevdet Sunay
5. forseti Tyrklands (1899-1982) From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Ahmet Cevdet Sunay (10. febrúar 1899 – 22. maí 1982) var tyrkneskur stjórnmálamaður og herforingi sem var fimmti forseti Tyrklands frá 1966 til 1973.
Remove ads
Uppvöxtur og ferill
Sunay fæddist árið 1899 í þorpinu Ataköy nálægt Çaykara í Trabzon Vilayeti í Tyrkjaveldi.[1] Eftir grunnskóla- og gagnfræðanám í Erzurum og Edirne útskrifaðist hann frá Kuleli-herskólanum í Istanbúl. Í fyrri heimsstyrjöldinni barðist hann á vígstöðvunum í Palestínu og var tekinn til fanga af Bretum í Egyptalandi árið 1918. Eftir að honum var sleppt barðist hann fyrst á suðurvígstöðvunum og síðan vesturvígstöðvunum í tyrkneska frelsisstríðinu.
Sunay lauk námi í hernaðarfræðum árið 1927 og útskrifaðist sem liðsforingi úr herfræðaháskólann í Istanbúl árið 1930. Hann varð hershöfðingi árið 1949 og fjögurrastjörnuhershöfðingi árið 1959.[2] Árið 1960 var hann útnefndur yfirmaður landhersins og síðan yfirmaður herforingjaráðsins og þar með æðsti hershöfðingi Tyrkja. Þann 14. mars 1966 útnefndi Cemal Gürsel forseti hann í sæti í öldungadeild tyrkneska þingsins.[3]
Þegar Gürsel sagði af sér vegna vanheilsu var Cevdet Sunay kjörinn fimmti forseti Tyrklands af tyrkneska þinginu þann 28. mars 1966. Hann hélt embættinu þrátt fyrir aukna hryðjuverkatíðni, stúdentauppþot og hótanir um valdarán. Hann gegndi sjö ára kjörtímabili sem forseti til 28. mars 1973 og hlaut síðan sæti ævilangt á öldungadeild þingsins.
Sunay kvæntist Atıfet árið 1929.[4] Þau eignuðust þrjá syni, Atilla, Aysel og Argun Sunay.[5]
Remove ads
Forsetatíð
Cevdet Sunay var kjörinn fimmti forseti tyrkneska lýðveldisins af þinginu þann 28. mars 1966.[6] Hann gegndi embættinu til 28. mars 1973 og var þetta rósturtími fyrir Tyrkland. Frá 1961 til 1965 voru Süleyman Demirel, Nihat Erim og Ferit Melen aðsópsmestu meðlimirnir í stjórn Sunay.
Andlát
Cevdet Sunay lést úr hjartaáfalli þann 22. maí 1982 í Istanbúl. Í ágúst 1988 var lík hans fært til hinstu hvílu í nýbyggðum ríkiskirkjugarði í Ankara.
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads