Chelsea Manning

bandarískur aðgerðasinni og uppljóstrari From Wikipedia, the free encyclopedia

Chelsea Manning
Remove ads

Chelsea Elizabeth Manning[1] (fædd undir nafninu Bradley Edward Manning þann 17. desember 1987) er bandarískur aðgerðasinni[2] og uppljóstrari. Hún er fyrrverandi hermaður í Bandaríkjaher en var dæmd sek fyrir herrétti í júlí árið 2013 fyrir brot gegn njósnalögum eftir að hún lak um 750.000 leynilegum eða viðkvæmum hernaðarskjölum til WikiLeaks.[3] Manning dvaldi í fangelsi frá 2010 til 2017 og aftur frá 2019 til 2020.

Staðreyndir strax Fædd, Þjóðerni ...

Manning er trans kona og gaf út tilkynningu þess efnis árið 2013 að hún hefði upplifað sig kvenkyns frá æsku og vildi ganga undir nafninu Chelsea Manning. Hún lýsti jafnframt yfir áhuga á að hefja hormónameðferð.[4]

Manning var staðsett með bandarísku herliði í Írak sem upplýsingagreinir árið 2009 og hafði því aðgang að ýmsum leyniskjölum. Snemma árs 2010 lak hún ýmsum af þessum leyniskjölum í WikiLeaks og viðurkenndi verknaðinn fyrir kunningja sínum, Adrian Lamo.[5] Lamo lét rannsóknardeild hersins vita af því að Manning stæði fyrir lekanum og Manning var í kjölfarið handtekin í maí sama ár.[6] Meðal gagnanna sem Manning lak voru myndbönd af loftárásum Bandaríkjahers á Bagdad árið 2007 og á afganska þorpið Granai árið 2009; 251.287 leynileg skilaboð frá bandarísku erindrekum[7] og 482.832 hernaðarskýrslur.[8][9] WikiLeaks birti gögnin frá apríl 2010 til apríl 2011.

Manning var ákærð fyrir 22 glæpi, þar á meðal fyrir að koma óvininum til hjálpar, sem var alvarlegasta ákæruatriðið og hefði getað leitt til dauðadóms gegn henni.[10] Manning var haldið í herfangelsi í Virginíu frá júlí 2010 til apríl 2011 í einangrunarvist[11] en var síðan færð í herfangelsi í Leavenworth-virki í Kansas og var þar leyft að blanda geði við aðra fanga.[12] Manning lýsti sig seka af 10 ákæruatriðum í febrúar árið 2013.[13] Réttarhöld um hin ákæruatriðin hófust þann 3. júní árið 2013 og þann 30. júlí var hún sakfelld fyrir 17 af upprunalegu ákærunum og breyttar útgáfur af fjórum til viðbótar. Manning var hins vegar hreinsuð af ákæru um að aðstoða óvininn.[14] Hún var dæmd til 35 ára fangelsisvistar í Leavenworth-virki.[15][16] Þann 17. janúar árið 2017 lét Barack Obama, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, milda dóminn yfir Manning í sjö ára fangelsi frá handtöku hennar árið 2010.[17][18] Manning var því látin laus og hefur upp frá því unnið fyrir sér sem fyrirlesari.[19]

Árið 2018 bauð Manning sig fram á móti Ben Cardin, sitjandi öldungardeildarþingmanni Demókrataflokksins, í forvali flokksins fyrir Maryland-fylki.[20] Í forkjörinu þann 26. 2018 hlaut Manning aðeins 5,7% og Cardin vann endurútnefningu flokksins með 80,5% greiddra atkvæða.[21]

Í mars árið 2019 var Manning handtekin á ný fyrir að neita að bera vitni í tengslum við rannsókn bandarísku lögreglunnar á WikiLeaks.[22]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads