Colin Ford

From Wikipedia, the free encyclopedia

Colin Ford
Remove ads

Colin Ford (fæddur 12. september 1996) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Supernatural, Jake and the Neverland Pirates og Can You Teach My Alligator Manners.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Ford fæddist í Nashville í Tennessee. Þegar Ford var fjögra ára þá kom hann fram í auglýsingum.[1]

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Ford var árið 2005 í Smallville. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Close to Home, CSI: Miami og Family Guy. Árið 2008 var hann með gestahlutverk í Can You Teach My Alligator Manners sem Mickey. Ford hefur verið með stórt gestahlutverk í Supernatural sem ungur Sam Winchester sem hann hefur leikið með hléum frá 2007. Árið 2011 þá lék hann aðalhlutverkið í Jake and the Neveraland Pirates sem Jake.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Ford var árið 2002 í Sweet Home Alabama. Lék fimm ára gamlan Lloyd í Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd árið 2003. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Wokd and the Glory, In the Name of the King: A Dungeon Siege Tale á móti Jason Statham, Dog Days of Summer, Lake City og Push.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...

Verðlaun og tilnefningar

Young Artist-verðlaunin

  • 2010: Verðlaun sem besti ungi leikari undir þrettán ára fyrir Supernatural.
  • 2009: Tilnefndur sem besti ungi leikari í aukahlutverki fyrir Lake City.
  • 2009: Tilnefndur sem besti ungi leikari fyrir talsetningu fyrir Christmas Is Here Again.
  • 2008: Tilnefndur sem besti ungi gestaleikari í sjónvarpsseríu fyrir Journeyman.

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads