12. september

dagsetning From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

12. september er 255. dagur ársins (256. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 110 dagar eru eftir af árinu.

ÁgúSeptemberOkt
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930
2025
Allir dagar

Atburðir

  • 2001 - Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu einróma að grípa til 5. greinar stofnsáttmálans, sem kveður á um að árás á eitt þeirra sé árás á þau öll, í kjölfar hryðjuverka í Bandaríkjunum.
  • 2001 - Ástralska flugvélagið Ansett Australia fór í stöðvun.
  • 2001 - Hrun varð á hlutabréfamörkuðum um allan heim vegna árásanna 11. september.
  • 2005 - Hong Kong Disneyland Resort var opnað í Hong Kong.
  • 2006 - Benedikt 16. páfi hélt ræðu í Regensburg þar sem hann vitnaði í Manúel 2. Paleólógos. Tilvitnunin vakti hörð viðbrögð múslima.
  • 2008 - Slavonic Channel International hóf útsendingar.
  • 2011 - Um hundrað manns létust þegar olíuleiðsla sprakk í Naíróbí.
  • 2012 - Jarðneskar leifar Ríkharðs 3. fundust í Leicester á Englandi.
  • 2017 - Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn eftir að upp komst að faðir Bjarna Benediktssonar hefði verið einn þeirra sem mæltu með því að kynferðisbrotamaður hlyti uppreist æru, en dómsmálaráðherra aðeins upplýst forsætisráðherra sjálfan um það.
  • 2018 - Fellibylurinn Flórens gekk á land og olli miklu tjóni í Norður- og Suður-Karólínu.
Remove ads

Fædd

Remove ads

Dáin

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads