Elon Musk
Suður-afrískur og bandarískur athafnamaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Elon Reeve Musk fæddist 28. júní 1971 í Suður-Afríku, er suður-afrískur og bandarískur athafnamaður og fjárfestir. Hann er stofnandi, forstjóri og yfirverkfræðingur flug- og geimferðafyrirtækisins SpaceX; , forstjóri rafbílafyrirtækisins Tesla, Inc.; eigandi og forstjóri Twitter, Inc.; stofnandi The Boring Company; með-stofnandi Neuralink og OpenAI.
Elon Musk | |
---|---|
![]() Elon Musk árið 2018. | |
Fæddur | 28. júní 1971 |
Þjóðerni | Suður-afrískur |
Ríkisfang | Suður-Afríka Kanada Bandaríkin |
Menntun | Pennsylvaníuháskóli (BA, BS) |
Störf | Athafnamaður |
Maki | Justine Wilson (g. 2000; sk. 2008) Talulah Riley (g. 2010; sk. 2012; g. 2013; sk. 2016) Grimes (í sambúð 2018–2021) |
Börn | 14 |
Undirskrift | |
![]() |
Musk var talinn 21. af áhrifamesta fólki heims á lista Forbes frá 2016. Hann var 23. ríkasta manneskja heims árið 2020. Í janúar árið 2021 var hann metinn ríkasti maður í heimi[1] en hann féll niður um sæti næsta mánuð eftir lækkun á hlutabréfaverði Tesla.[2] Hann var aftur metinn ríkasti maður heims undir lok ársins.
Tímaritið Time valdi Musk sem mann ársins árið 2021.[3]
Æviágrip
Elon Musk fæddist í Suður-Afríku árið 1971. Faðir hans, Errol Musk, er verkfræðingur og athafnamaður sem á meðal annars smaragðanámu í Sambíu. Móðir hans, Maye, er fyrirsæta og næringarfræðingur. Musk ólst upp við töluvert ríkidæmi í Suður-Afríku. Þegar foreldrar hans skildu ákvað Musk að búa áfram með föður sínum.[4] Musk flutti til móður sinnar í Kanada þegar hann var sautján ára til að komast hjá því að gegna herskyldu í suður-afríska hernum. Hann flutti frá Kanada til Bandaríkjanna og hóf doktorsnám við Stanford-háskóla þegar hann var 24 ára gamall en hætti eftir aðeins tvo daga.[5]
Árið 1995 stofnaði Musk fyrirtækið Zip2, sem sá um fyrirtækjaskráningar, með 28 þúsund Bandaríkjadollurum í stofnfé frá föður sínum. Hann seldi fyrirtækið fjórum árum síðar fyrir 307 milljónir dollara. Árið 1999 stofnaði hann X.com, sem sameinaðist síðar Confinity og varð að PayPal. Musk og aðrir eigendur þess seldu PayPal fyrir einn og hálfan milljarð dollara árið 2002.[4]
Árið 2022 sló Musk það heimsmet að tapa meiri fjármunum á einu ári en nokkur annar. Hann tapaði 165 milljörðum bandaríkjadala frá nóvember 2021 til desember 2022 vegna hruns í andvirði Teslu.[6]
Árið 2022 keypti Musk samfélagsmiðilinn Twitter fyrir 44 milljarða Bandaríkjadala eða tæplega 5.700 milljarða íslenskra króna.[7]
Athygli vakti árið 2023 þegar Haraldur Þorleifsson, athafnamaður, sendi Musk skilaboð um stöðu sína hjá fyrirtækinu en hann virtist ekki lengur vera starfsmaður Twitter og lokað var fyrir aðgang hans. Í mars sendi hann Musk spurningu á Twitter um uppsögn sína og fékk síðar staðfestingu á því frá mannauðsstjórn fyrirtækisins. Musk var á því að Haraldur þjónaði ekki nokkrum mikilvægum störfum á Twitter sem kallað gæti og væri að bera fyrir sig fötlun. Musk baðst síðar afsökunar og sagðist hafa fengið rangar upplýsingar og bauð honum að halda áfram hjá fyrirtækinu.[8]
Musk studdi Donald Trump í forsetakosningum 2024 og eftir að Trump tók við embætti forseta á ný skipaði hann Musk sem yfirmann DOGE sem er ný stofnun sem á að leggja fram tillögur um niðurskurð hjá bandaríska alríkinu. Deilt er um hversu mikið vald Trump má fela Musk og þá hefur einnig verið deilt um lögmæti stofnunarinnar.[9]
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.