Frosinn
bandarísk Disney-kvikmynd frá árinu 2013 From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Frosinn (enska: Frozen) er bandarísk Disney-kvikmynd frá árinu 2013. Hún flokkast sem söngvamynd, draumóramynd og gamanmynd. Myndin var framledd af Walt Disney Animation Studios og gefin út af Walt Disney Pictures.[1] Myndin byggir lauslega á ævintýri Hans Christian Andersen, Snædrottningunni. Hún segir frá óttalausri prinessu sem fer í ferð ásamt ísflutningamanni og hreindýri hans til að finna aðskilda systur sína, sem hefur óvart hefur lagt snjó yfir allt ríkidæmið.
Frosinn var endurskrifuð mörgum sinnum á nokkurra ára fresti þangað til hún var samþykkt 2011 með handriti Jennifer Lee og með bæði Chris Buck og Lee sem leikstjóra. Á ensku er myndin talsett af Kristen Bell, Idina Menzel, Jonathan Groff, Josh Gad og Santino Fontana. Sinfoníustjórn var í höndum Christophe Beck, sem hafði áður unnið að verðlaunamynd Disney Paperman og tónlistin var samin af hjónunum Robert Lopez og Kristen Anderson-Lopez.
Frosinn var frumsýnd í El Capitan Theatre, Hollywood, Kaliforníu, 19. nóvember 2013,[2] og var heimsfrumsýnd 27. nóvember. Myndin fékk jákvæða dóma frá gagnrýnendum.[3][4] Myndin halaði inn 1.3 milljörðum bandaríkjadala í tekjur frá kvikmyndahúsum, þar af 247 milljónum frá Japan og 400 milljónum frá Bandaríkjunum og Kanada. Hún er fimmta tekjuhæsta mynd allra tíma, tekjuhæsta mynd ársins 2013 og þriðja tekjuhæsta myndin í Japan. Í janúar 2015 varð myndin söluhæsti Blu-ray diskur Bandaríkjanna.[5]
Frosinn vann tvö Óskarsverðlaun fyrir bestu teiknimynd og besta frumsamda lag („Þetta er nóg“).[6] Myndin vann einnig Golden Globe verðlaun fyrir bestu teiknimyndina, [7] BAFTA verðlaun fyrir bestu teiknimyndina,[8] fimm Annie verðlaun (þar á meðal verðlaun fyrir bestu teiknimyndina),[9] tvö Grammy-verðlaun fyrir bestu tónlistina og besta lagið ("Let It Go"),[10] og að lokum tvö Critics' Choice-verðlaun fyrir bestu teiknimyndina og besta lagið ("Let It Go").[11]
Stuttmyndin Frozen Fever var gefin út sem áframhald af myndinni og hún var frumsýnd 13. mars 2015.[12] 12. mars 2015 var framhaldsmynd tilkynnt með Buck og Lee sem leikstjóra og Peter Del Vecho sem framleiðanda, en útgáfudagsetning hefur ekki verið ákveðin.[13]
Remove ads
Söguþráður
Elsa, prinsessa Arindell, hefur ískrafta, sem hún getur notað til að búa til og móta ís, frost og snjó að vild. Um eina nótt á meðan hún var að leika sér skaðar hún óvart yngri systur sína, prinsessuna Önnu. Foreldrar þeirra, konungurinn og drottningin óska eftir hjálp trölla konungsins sem læknar Önnu og fjarlægir minningar hennar af galdri Elsu. Konunglegu hjónin aðskilja börnin í kastala sínum þangað til Elsa nær stjórn yfir mætti sínum. Af ótta við að skaða systur sína aftur, eyðir Elsa mestum tíma ein í herberginu sínu, neitar að tala við Önnu og aðskilnaður myndast á milli þeirra í uppvexti þeirra. Þegar þær eru báðar táningar farast báðir foreldrarnir á sjó í stormi.
Þegar Elsa verður eldri undirbýr konungsríkið krýningu hennar sem drottningu. Á meðal gesta er hertogi Mararbæ sem vill hagnýta Arindell sér til hagnaðar. Spennt fyrir því að vera leyft út fyrir kastalann, Anna skoðar bæinn og hittir Hans prins frá suðureyjum; þau tvö mynda fljótt áhuga hvert á öðru. Þrátt fyrir ótta Elsu, fer krýningin fram án vandræða. Í samkomunni biður Hans Önnu sem samþykkir í flýti. Elsa hinsvegar neitar að gefa henni sína blessun og bannar hjónaband þeirra. Systurnar rífast sem stigmagnast þangað til Elsa sýnir mátt sinn í tilfinningalegri uppákomu.
Í ótta flýr Elsa kastalann og leggur óaðvitandi snjó yfir ríkidæmið. Hátt uppi í nálægum fjöllum hættir hún að halda aftur af kröftum sínum, lofar að snúa aldrei aftur og býr til einmannalegan kastala fyrir sjálfa sig. Anna fer að leita að systur sinni, ákveðin í því að koma henni aftur til Arindell og laga samband þeirra. Á meðan lætur hún Hans um stjórnina í Arindell. Þegar hún sækir byrgðir hittir hún ís flutningsmanninn Kristófer og hreindýrið hans, Sveinn, og sannfærir Kristófer um að leiðbeina sér upp norðfjall. Á ferð sinni hitta þau Ólaf, snjómanninn úr æsku Önnu og Elsu, sem hin síðari endurbjó til og óaðvitandi kom til lífs, sem leiðir þau að felustað Elsu.
Anna og Elsa hittast en Elsa er enn hrædd um að skaða systur sína. Þegar Anna krefst þess að Elsa snúi aftur, verður hún gröm og kraftar hennar brjótast út og lenda á hjarta Önnu. Í hryllingi neyðir Elsa Önnu, Kristófer og Ólaf að fara með því að búa til risavaxið snjó fyrirbæri sem eltir þau út úr kastalanum. Við flóttann tekur Kristófer eftir því að hár Önnu er að verða hvítt og ákveður að eitthvað verulegt sé að. Hann sækir hjálp frá tröllunum, sem tóku hann að sér og útskýrir að hjarta Önnu hefur verið frosið af Elsu. Ef það er ekki bráðið með "sannri ást", verður hún frosin að eilífu. Þar sem Anna trúir því að aðeins Hans geti bjargað henni með sönnum ástar koss, fer Kristófer með hana aftur til Arindell.
Á meðan kemur Hans, sem leiðir leit eftir Önnu, að kastala Elsu. Í baráttu gegn mönnum herforingjans, verður Elsa meðvitundarlaus og fangelsuð í Arindell. Þar fer Hans fram á að hún taki veturinn aftur en Elsa viðurkennir að hún hafir ekki hugmynd um hvernig. Þegar Anna hittir Hans og biður hann um koss til að lyfta álögunum neitar Hans og segir að raunverulegi ásetningur hans með hjónabandi þeirra, sé að taka völdin í Arindell. Hann skilur Önnu eftir til að deyja og ákærir Elsu fyrir landráð fyrir að drepa systur sína.
Elsa sleppur og fer út í storminn á firðinum. Ólafur hittir Önnu og uppljóstrar að Kristófer sé ástfanginn af henni; þau reyna síðan að flýja út í fjörðinn til að finna hann. Hans mætir Elsu og segir að Anna sé dauð vegna hennar. Í örvæntingu Elsu hættir stormurinn, sem gefur Kristófer og Önnu tíma til að finna hvort annað. Anna sér engu að síður að Hans ætli sér að drepa Elsu, hendir sér á milli þeirra beggja og á því augnabliki frýs hún og stöðvar árás Hans.
Við það að Elsa syrgir systur sína byrjar Anna að bráðna, því að ákvörðun hennar til að fórna sjálfri sér fyrir systur sína flokkast sem "sönn ást". Þegar Elsa áttar sig á að ástin sé lykillinn að stjórna kröftum sínum bræðir Elsa ríkidæmið og hjálpar Ólafi að lifa af sumarið. Hans er sendur aftur til Suðureyja til að svara til saka fyrir glæpina gegn aðalsfjölskyldu Arindell, á meðan Elsa sker á viðskipti við Mararbæ. Hamingjulifandi deila Anna og Kristófer kossi. Systurnar ná saman og Elsa lofar að aldrei loka hliðum kastalans aftur.
Remove ads
Talsetning
Remove ads
Lagi
Þróun
Uppruni
Walt Disney byrjaði að skoða möguleikann á teiknimynd eða leikinni kvikmynd eftir höfundinn H.C. Andersen seint árið 1937, áður en Mjallhvít og dvergarnir sjö var frumsýnd.[15]: 10 Í mars 1940 stakk Walt Disney upp á samvinnu við Samuel Goldwyn, þar sem Goldwyn-kvikmyndaverið myndi taka upp leikin atriði úr lífi Andersens og Walt Disney myndi búa til teiknimyndir úr sögum hans.[15]: 10 Teiknimyndirnar myndu vera byggðar á þekktustu verkum Andersens, eins og Litla hafmeyjan, Litla stúlkan með eldspýturnar, The Steadfast Tin Soldier, Snædrottningin, Thumbelina, Litli ljóti andarunginn, The Red Shoes og Nýju fötin keisarans. Hinsvegar átti kvikmyndaverið í vandræðum með snædrottninguna, því þeir fundu ekki leið til að aðlaga söguna að nútímanum. Jafnvel á fertugasta og fimmtugusta áratug 19. aldar var ljóst að efnið hafði mikla möguleika á sviði, en hlutverk snædrottningarinnar reyndist of erfitt. Eftir seinni heimstyrjöldina var verkefnið sett á bið 1942.[15]: 10 Goldwyn framleiddi leiknu kvikmyndina 1952, undir titlinum Hans Christian Andersen. Á sama tíma var snædrottningin og önnur ævintýri Andersens sett á bið.[16]
Síðari tilraunir
Seint á 10. áratug 20. aldar byrjaði Walt Disney þróun á nýrri nálgun við gerð snædrottningarinnar eftir mikinn árangur fyrri mynda þeirra, en hætt var við verkefnið 2002 þegar Gle Keane hætti með verkefnið[17] og hélt áfram með annað verkefni sem varð að kvikmyndinni Tangled (2010). Fyrir þann tíma hafði Harvey Fierstein kynnt sína útgáfu af sögunni til stjórnar Disney, en var neitað.[16] Paul Brizzi, Gaëtan Brizzi, Dick Zondag og Dave Goetz eru allir sagðir hafa reynt verkefnið, en þeim öllum mistókst.[16] Eftir árangurslausar tilraunir frá 2000 til 2002 setti Disney verkefnið aftur á bið.[15]: 10–11 Við eina af þessum tilraunum lýsti Michael Eisner, þáverandi forstjóri Walt Disney, stuðningi við verkefnið og stakk upp á því að gera það með Óskarsverðlaunaða leikstjóranum John Lasseter hjá Pixar Animation Studios eftir þáverandi viðræður Pixar við Disney um endurnýjun á samningi þeirra.[16] En samningaumleitanir Pixar og Disney urðu að engu 2004 og samningurinn var aldrei endurnýjaður.[18] Í staðinn samdi Bob Iger, eftirmaður Eisner, um kaup Disney á Pixar í janúar 2006 fyrir 7.4 milljarða bandaríkjadala og Lassiter var settur sem framkvæmdarstjóri bæði Pixar og Disney Animation.[19][20]
Remove ads
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Frozen (2013 film)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. apríl 2015.
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads