In Flames

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

In Flames er sænsk melódísk dauðarokkshljómsveit stofnuð árið 1990 í Gautaborg. Sveitin var áhrifamikil í þróun melódísks dauðarokks og hafði áhrif á metalcore-stefnuna. Sveitin hefur unnið til sænsku Grammy-verðlaunanna, t.d. fyrir plötuna Come Clarity (2006). Á Reroute to Remain (2002) hóf hún að gera tilraunir með annars konar tónlist, í ætt við jaðarþungarokk og nýþungarokk. [1]

Thumb
In Flames - Rock im Park 2015

In Flames hefur tekið ýmsum breytingum á liðskipan en Anders Fridén og Björn Gelotte hafa verið með sveitinni síðan 1995. Fyrsti söngvari In Flames var Mikael Stanne og söng hann inn á fyrstu plötuna Lunar Strain. Hann fór yfir í sveitina Dark Tranquillity þar sem Fridén var áður söngvari. Stanne stofnaði The Halo Effect með fyrrum meðlimum In Flames árið 2021.

Chris Broderick, fyrrum gítarleikari m.a. Megadeth hefur verið með sveitinni síðan 2019 og Liam Wilson, bassaleikari Dillinger Escape Plan frá 2024. [2]

Sveitin spilaði í Hörpu sumarið 2025. [3]

Remove ads

Plötur

  • Lunar Strain (1994)
  • Subterranean (1995)
  • The Jester Race (1996)
  • Whoracle (1997)
  • Colony (1999)
  • Clayman (2000)
  • Reroute to Remain (2002)
  • Soundtrack to Your Escape (2004)
  • Come Clarity (2006)
  • A Sense of Purpose (2008)
  • Sounds of a Playground Fading (2011)
  • Siren Charms (2014)
  • Battles (2016)
  • I, the Mask (2019)
  • Foregone (2023)

Meðlimir

  • Anders Fridén — Söngur
  • Chris Broderick — Gítar
  • Björn Gelotte — Gítar
  • Liam Wilson — Bassi

Fyrrum meðlimir

  • Peter Iwers - Bassi (1997-2016)
  • Daniel Svensson - Trommur (1997-2015)
  • Jesper Strömblad - Gítar (1990-2010)
  • Glenn Ljungström - Gítar (1993-1997)
  • Johan Larsson - Bassi (1990-1997)
  • Niclas Engelin - Bassi (1997-1998, 2011-2022)
  • Mikael Stanne - Söngur (1993-1995)
  • Anders Iwers - Gítar (1990-1993)
  • Tanner Wayne – Trommur (2018-2025)
  • Joe Rikard - Trommur (2016-2018)
  • Bryce Paul - Bassi (2017-2023)
  • Daniel Erlandsson - Trommur (1994-1995)
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads