Jens Stoltenberg
Forsætisráðherra Noregs og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Jens Stoltenberg (f. 16. mars 1959) er norskur stjórnmálamaður, sem gegndi embætti forsætisráðherra Noregs frá 17. október 2005 til 16. október 2013. Í mars árið 2014 var Stoltenberg síðan skipaður framkvæmdastjóri NATO og tók formlega við þeirri stöðu 1. október 2014.[1] Þann 28. mars árið 2019 var embættistíð Stoltenbergs framlengd til ársins 2022.[2] Í mars 2022 var ákveðið að framlengja embættistíð Stoltenbergs um eitt ár í viðbót vegna aukins vígbúnaðar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.[3] Mark Rutte tók við af Stoltenberg í október 2024.[4]
Þann 5. febrúar 2025 tók Stoltenberg við embætti fjármálaráðherra Noregs í ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre.[5]
Remove ads
Einkahagir
Jens Stoltenberg er sonur Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi ráð- og sendiherra.
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads