Lilja Mósesdóttir

From Wikipedia, the free encyclopedia

Lilja Mósesdóttir
Remove ads

Lilja Mósesdóttir (fædd 11. nóvember 1961) er íslenskur hagfræðingur og fyrrum alþingismaður.

Thumb
Lilja Mósesdóttir

Menntun

Lilja er með BBA gráðu í viðskiptafræði (1984) frá Iowaháskóla í Bandaríkjunum, M.A. gráðu í þróunarhagfræði (1988) frá Sussexháskóla í Brighton, Bretlandi 198 og doktorsgráðu (Dr. phil.) í hagfræði (1999) frá University of Manchester Institute of Science and Technology (UMIST) Management School.

Starfsferill

Lilja starfaði sem kennari við Verslunarskóla Íslands árið 1985-1986. Hagfræðingur hjá ASÍ 1988-1989. Lektor við HA 1989-1991. Ráðgjafi og námskeiðakennari hjá Iðntæknistofnun Íslands 1992-1993. Verkefnaráðin ráðgjafi atvinnu- og félagsmálaráðherra grænlensku heimastjórnarinnar 1995-1997. Verkefnaráðin sérfræðingur í sérfræðingahópi ESB 1997-1999. Kennari og sérfræðingur við Tækniháskólann í Luleå, Svíþjóð, 1999-2000. Dósent við Háskólann í Reykjavík 2000-2002. Prófessor við Háskólann á Bifröst 2003-2007. Verkefnaráðin sérfræðingur í sérfræðingahópum ESB 2004-2009. Hagfræðingur hjá frá 2008.

Remove ads

Ferill í stjórnmálum

Lilja tók fyrst þátt í stjórnmálum í kjölfar bankahrunsins haustið 2008, en hún bauð sig fram í prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 7. mars 2009 fyrir kosningarnar vorið 2009. Lilja lenti í þriðja sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Hún sat á Alþingi sem sjötti þingmaður Reykavíkurkjördæmis suður. 21. mars 2011 sagði hún sig úr þingflokki Vinstri grænna.[1]

Nýr stjórnmálaflokkur undir formennsku Lilju var kynntur í Iðnó 7. febrúar 2012, en hann hlaut nafnið Samstaða - flokkur lýðræðis og velferðar.[2] 22. desember 2012 tilkynnti svo Lilja að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í alþingiskosningunum vorið 2013 og því myndi hún ekki leiða lista Samstöðu.[3]

Heimildir

Útgáfuefni

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads