Mahathir bin Mohamad

forsætisráðherra Malasíu (1981-2003 og 2018-2020) From Wikipedia, the free encyclopedia

Mahathir bin Mohamad
Remove ads

Mahathir bin Mohamad[1] (f. 10. júlí 1925) er fyrrum forsætisráðherra Malasíu[2]. Hann var forsætisráðherra frá 1981 til 2003 og aftur frá 2018 til 2020. Í fyrri stjórnartíð hans tók efnahagslíf landsins miklum breytingum og framleiðsluiðnaður varð meginatvinnuvegur í stað landbúnaðar. Landið nútímavæddist hratt og lífsgæði jukust. Mahathir stjórnaði landinu í anda þjóðarkapítalisma, þar sem hagsmunir þjóðarinnar og stórfyrirtækja eru sagðir fara saman. Á fyrstu stjórnartíð hans fór ríkið út í ýmis risaverkefni eins og byggingu Petronas-turnanna sem voru hæsta bygging heims til ársins 2003.[3]

Staðreyndir strax Forsætisráðherra Malasíu, Persónulegar upplýsingar ...
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads