Markgreifi

aðalstitill lægri hertoga en hærri jarli From Wikipedia, the free encyclopedia

Markgreifi
Remove ads

Markgreifi (eða markgreifynja) er arfgengur aðalstitill sem notaður er í nokkrum Evrópulöndum og nýlendum þeirra. Hugtakið er einnig notað yfir hliðstæða titla í Kína og Japan. Í aðalsmannatali Bretlands er markgreifi lægra settur en hertogi en hærra settur en jarl. Stundum fengu erfingjar hertoga titilinn markgreifi.

Staðreyndir strax

Upphaflega var markgreifi lénsherra yfir mörk, það er landi við landamæri ríkisins, eins og norsku fylkin Þelamörk og Heiðmörk. Síðar varð markgreifinn einfaldlega næsti aðalstitill fyrir ofan greifa. Eitt eða fleiri barónsdæmi eða greifadæmi gátu tilheyrt markgreifadæmi. Á 18. öld varð markgreifatitillinn hirðtitill í Frakklandi og fjölmargir nýir markgreifa- og greifatitlar urðu til.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads