Nálgunarhljóð

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Nálgunarhljóð er málhljóð sem er á millistigi milli önghljóðs og sérhljóðs. Nálgunarhljóð myndast þegar talfærin liggja þannig að þau skapa þrengingu í munnholinu sem veldur heyranlegum núningi. Í þessum hljóðaflokki eru hljóð eins og [l] (eins og í lækka), [ɹ] (eins og í enska orðinu rest), og hálfsérhljóð á borð við [j] og [w] (eins og í jól og enska orðinu west).

Myndunarháttur
Remove ads

Hálfsérhljóð

Sum nálgunarhljóð líkjast sérhljóðum varðandi myndunarhátt og oft eru þau kölluð hálfsérhljóð. Samsvörun milli hálfsérhljóða og sérhljóða er svo sterk að í mörgum tungumálum svara sömu hálfsérhljóðin til sömu sérhljóðanna.

Í mörgum tungumálum skiptast hálfsérhljóð og sérhljóð á eftir hljóðfræðilegu samhengi, eða af málfræðilegum ástæðum, eins og í hljóðskiptum. Sumir hljóðfræðingar greina á milli sérhljóða og nálgunarhljóða samkvæmt stöðu þeirra í ákveðnu atkvæði.

Eftirfarandi er listi yfir sérhljóð og samsvarandi nálgunarhljóðin (hálfsérhljóð).

Nánari upplýsingar Sérhljóð, Samsvarandi ...
Remove ads

Flokkun

Miðmæld nálgunarhljóð

  • [β̞] tvívaramælt nálgunarhljóð
  • [ʋ] tannvaramælt nálgunarhljóð
  • [ð̞] tannmælt nálgunarhljóð
  • [ɹ] tannbergsmælt nálgunarhljóð
  • [ɻ] rismælt nálgunarhljóð
  • [j] framgómmælt nálgunarhljóð
  • [ɰ] gómfyllumælt nálgunarhljóð
  • [ʁ̞] vara- og gómmælt nálgunarhljóð
  • [ʕ̞] úfmælt nálgunarhljóð
  • [ʢ̞] kokmælt nálgunarhljóð

Hliðmæld nálgunarhljóð

  • [l] tannbergsmælt hliðmælt nálgunarhljóð
  • [ɭ] rismælt hliðmælt nálgunarhljóð
  • [ʎ] framgómmælt hliðmælt nálgunarhljóð
  • [ʟ] gómfyllumælt hliðmælt nálgunarhljóð
  • [ɫ] eða [lˠ] gómfylluð hliðmælt nálgunarhljóð

Vöruð nálgunarhljóð

  • [w] vara- og gómfyllumælt nálgunarhljóð
  • [ɥ] eða [jʷ] vara- og framgómmælt nálgunarhljóð
 Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads